Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 52
51
Ú T D R Á T T U R
„að predika dýraverndun fyrir soltnum hýenum“
Þættir um lífsspeki Þórbergs Þórðarsonar
Í greininni er fjallað um lífsafstöðu Þórbergs Þórðarsonar. Sjónum er einkum beint
að hugmyndum hans um framhaldslíf og upplýsingu sem menn afla sér með innri
reynslu eða dulrænum hætti, þ.e. því sem kallað hefur verið gnósis, en einnig er þó
drepið á pólitískar skoðanir hans. Leitast er við að sýna að séu verk Þórbergs skoðuð
með hliðsjón af gnósis blasi þau við í öðru samhengi og þar með öðru ljósi en fyrr.
Í upphafi er fjallað stuttlega um afstöðu skáldsins til þekkingaröflunar og uppreisn
hans gegn ríkjandi samfélagsgerð og hvorttveggja tengt hræringum í vestrænni
menningu um aldamótin 1900. Þá er rætt um persónulýsingar hans og skilning hans
á persónuleikanum. Aðferðir hans eru bornar að aðferðum rússneska leikstjórans
Konstantíns Stanislavskíj og sagt frá ýmsu sem þeir tveir sóttu til jóga eða hrifust
af í sálfræði. Tvö dæmi eru tekin úr Bréfi til Láru af lýsingum Þórbergs á sjálfum
sér. Stutt er rökum að guðspeki marki þá báða en einnig vikið að áhrifum sálfræði
og jóga. Í köflunum, þar sem jóga og guðspeki eru frekast gerð skil, eru hugmynd-
ir Þórbergs lesnar nánar í samhengi tímanna sem hann lifði á og vísað til ýmissa
fræðiskrifa, nýrra og gamalla, en í lokaorðum vakin athygli á að áþekkar hugmyndir
og hann hafði má finna í skrifum vísindamanna á 21. öld.
Lykilorð: Þórbergur Þórðarson, lífsafstaða, guðspeki, indversk fræði, Bréf til Láru
A B S T R A C T
“preaching animal protection to starving hyenas”
Thoughts on the life-stance of Þórbergur Þórðarson
This paper deals with Þórbergur Þórðarson’s stance in life. Particular attention is
paid to his ideas of the afterlife and enlightenment gained by internal experience or
mystically, i.e. what has been termed gnosis although his political views also come
into play. An attempt is made to show that if Þórbergur’s works are viewed with
gnosis in mind they appear in a different contextuality and therefore also a new
light. To start with the writer’s attitude to gaining knowledge is touched upon as
well as his rebellion against the current structure of society both of which will be
connected to changes in Western culture at the turn of the 19th century. Then his
characterisation is discussed and his perception of personality. His methods are
compared to those of the Russian theatre director Konstantin Stanislavsky and
„Að PREDiKA DÝRAVERNDUN FYRiR SOLTNUM HÝENUM“