Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 54
53
Gísli Magnússon
Bannhelgi hins andlega?
Dulspekihefðin sem lykill að Den stille pige
eftir Peter Høeg
Peter Høeg er einn mest lesni danski rithöfundur síðari ára. Alþjóðleg
frægð hans náði hámarki árið 1993, þegar hann gaf út spennusöguna
Frøken Smillas fornemmelser for sne (Lesið í snjóinn). Eftir að hin menningar-
gagnrýna skáldsaga Kvinden og aben (Konan og apinn) kom út árið 1996, liðu
tíu ár þar til Høeg gaf út sína næstu bók, Den stille pige (Hljóða stúlkan).1
Eftir langa þögn var eftirvæntingin mikil, en stemmningin breyttist þegar
ritdómarnir fóru að birtast. Í ritdómi sem bar titilinn „En forfatter på
ørkenvandring“ („Rithöfundur í eyðimerkurferð“) skrifaði Jens Andersen:
„Með Den stille pige virðist Peter Høeg afskrifa sig sem listamann.“2 John
Christian Jørgensen talaði um að bókin væri „of mikið lærdóms- og vakn-
ingarrit – og of lítil frásagnarlist“.3 Og Bjørn Bredal komst að þeirri niður-
stöðu að „stórkostlegir hæfileikar Peters Høeg fari til spillis í predikanasafni
í skáldsagnabúningi.“4 Þá virtust gagnrýnendur eiga erfitt með tengsl
Høegs við andlega hugsuðinn Jes Bertelsen. Bertelsen hóf feril sinn sem
háskólakennari en stofnaði andlega miðstöð árið 1982, Vaxtarmiðstöðina
[d. Vækstcenteret] í Nørre Snede á Jótlandi. Høeg þakkar Bertelsen opin-
skátt í Den stille pige og þeir hafa unnið saman að bókum og öðrum verk-
1 Það er athyglisvert að einungis Lesið í snjóinn (þýð. Eygló Guðmundsdóttir,
Reykjavík: Mál og menning, 1994), Hugsanlega hæfir (þýð. Eygló Guðmundsdóttir,
Reykjavík: Mál og menning, 1996) og Konan og apinn (þýð. Eygló Guðmundsdóttir,
Reykjavík: Mál og menning, 1996) eru til í íslenskri þýðingu. Ekki er ósennilegt
að heiftarleg gagnrýnin á Den stille pige hafi haft áhrif á það að ekkert forlag lagði
í að gefa hana út.
2 Jens Andersen, „En forfatter på ørkenvandring“, Berlingske Tidende, 2. hluti, 16.
maí 2006, bls. 2.
3 John Christian Jørgensen, „Høeg skuffer“, 1. hluti, Ekstra Bladet, 15. maí 2006,
bls. 5.
4 Bjørn Bredal, „Høegs hørelse“, Politiken, 2. hluti, 19. maí 2006, bls. 1.
Ritið 1/2017, bls. 53–79