Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Qupperneq 55
54
efnum. Að auki hefur Høeg nokkrum sinnum dvalið í Vaxtarmiðstöðinni.
Þegar árið 2003 uppgötvaði harðasti gagnrýnandi Høegs, ritdómarinn
Lars Bukdahl, tenginguna milli Høegs og Bertelsens þegar hann las bók
þess síðarnefnda, Dzogchenpraksis som bevidsthedsvidde, og sá að Bertelsen
þakkaði Høeg í eftirmála fyrir stílráðgjöf. Þessi tiltekna bók fjallar um
sér staka tegund hugleiðsluþjálfunar (dzogchen) og þannig er gagnrýni
Buk dahls á Bertelsen nokkurs konar undanfari gagnrýni hans á þá heims-
mynd sem Den stille pige byggir á. Bukdahl vísar opinskátt til sinnar eigin
póstmódernísku heimsskoðunar sem grundvallar að óbeit sinni á hugsjón
Bertelsens um andlega fullkomnun. Bukdahl notar íroníu til að afbyggja
tilfinningaþrungna framsetningu (gr. paþos) Bertelsens á andlegri orð-
ræðu. Samkvæmt Bukdahl aðhyllist Bertelsen hugsjón um tæra vitund og
fullkomnun. Hins vegar tengir Bukdahl sitt eigið póstmóderníska sjálf
við bókmenntalega „óhreina“ (margradda, glundroðakennda, kakófón-
íska, „spillta“) vitund.5 Hann viðurkennir þó mikilvægi „bjartra og tærra
augnablika“ – sjaldgæfs vitundarástands sem lýst er á þversagnakenndan
og gamansaman hátt (og án tilfinningasemi) hjá póstmódernískum hetjum
hans, skáldunum Dan Turéll og Peter Laugesen. Tilraun Bertelsens til að
lýsa æðra ástandi er afgreidd sem nýaldar-kitsch í auglýsingastíl. Allegóríur
hans um nám sem leiðir stig af stigi í andlegum efnum eru túlkaðar sem
„sölutækni“.6 Allir grunnþættirnir í póstmódernískri gagnrýni Bukdahls á
Bertelsen enduróma í óvenju gagnrýnum ritdómi hans um Den stille pige:
Bókin er sökuð um að vera andlega uppbyggileg („vel snurfusað og þræl-
fimt yfirlæti“), með alfræðilegu yfirbragði, full af spakmælum frá göml-
um meisturum, „afþreyingar-hasar“ og bókmenntalegu kitsch (tilvísanir í
hámenningu, einna helst J.S. Bach). Rétt eins og allegóríurnar um stigvax-
andi lærdóm í Dzogchenpraksis som bevidsthedsvidde er skáldsagan túlkuð
sem tæki til að selja boðskap Bertelsens. Bukdahl sakar Høeg m.ö.o. um að
vera málpípa andlegs gúrús.7
5 Þessa bókmenntalegu margröddun tengir hann við sögupersónuna Leopold Bloom
í Ulysses eftir James Joyce.
6 Með augljósri íróníu skrifar Bukdahl að hann kjósi fremur bleikan miða June og
Sofiu, sem á auglýsingatöflu almenningsþvottahúss bjóða upp á „hreinsun af allri
neikvæðri orku á heimili þínu og skyggnilýsingar til að ná sambandi við hús- og
gæludýr“. Lars Bukdahl, „Hø over hø“, Weekendavisen, sérblað um bækur, 19. maí
2006, bls. 1.
7 „Ef notuð er kvikmyndaleg samlíking má segja að Den stille pige sé eins og kvikmynda-
útgáfa af verki Jes Bertelsens, Dzogchenpraksis som bevidsthedsvidde, frá 2003, frá hendi
húmorslauss sporgöngumanns Tarantinos og Spielbergs.“ Sama rit, bls. 1.
GíSli MaGnúSSon