Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 56
55
Tónninn í danskri bókmenntagagnrýni var svo harður, að erlendir
höfundar komu Høeg til varnar. Í New Statesman nefnir Tabish Khair
andlega hlið skáldsögunnar sem helstu ástæðu hinnar harkalegu gagn-
rýni í Danmörku: „Gagnrýnendum er jafnvel enn minna að skapi að í
síðustu skáldsögum Høegs, og þá sérstaklega í The Quiet Girl, enduróma
djúpar andlegar áherslur, jafnvel dulhyggja [e. mysticism], sem hefur lítið
með trúarbrögð að gera. Ekkert er líklegra til að trufla suma íbúa lands
[Danmerkur] þar sem aðeins er rúm fyrir vélræna iðkun andlega rúinna
trúarbragða, eða vélrænt trúleysi gersneytt heimspeki.“8 Norski höfund-
urinn Jan Kjærstad hjó einnig eftir því að skáldsagan vakti sérstaka andúð
hjá ritdómurum: „Einstaka ritdómarar eru ekki bara strangir, þeir eru
miskunnarlausir. Þeir gefa í skyn að um sé að ræða eins konar gjaldþrot,
listamann sem hafi afskrifað sjálfan sig, og þá hryllir við því að skáldsagna-
persónurnar slái um sig með svo mörgum tilvitnunum.“9 Þegar skáldsaga
kallar fram svo sterk viðbrögð í ritdómum er gjarnan um að ræða einhver
undirliggjandi átök sem snúast ekki aðeins um það hvort hún sé vel eða
illa heppnuð frá sjónarhorni fagurfræði. Mögulega er orsökin að einhverju
leyti sú að skáldsagan fellur illa inn í hefðbundið bókmenntafræðilegt sam-
hengi (sem raunsæi, naumhyggja o.s.frv.). Eins og tilvitnanirnar í Khair og
Kjærstad sýna benda viðtökur Den stille pige aftur á móti til þess að notkun
Høegs á hinu andlega vefjist fyrir ritdómurunum; í raun virðist sem bann-
helgi hvíli á hinu andlega og frumspekilega. Þar sem Peter Høeg er einn af
fáum dönskum höfundum sem hafa slegið í gegn á alþjóðavísu er mögulegt
að bera viðtökurnar á Den stille pige í Danmörku saman við viðtökur annars
staðar. Það er athyglisvert að hið andlega, sem er það sem danskir gagn-
rýnendur hnjóta helst um í viðtökum á Den stille pige, verður ekki vanda-
mál í viðbrögðum við bókinni í Bandaríkjunum.10 Hér skiptir máli að hið
8 Tabish Khair, „Life on the Edge“, New Statesman, 8. nóvember 2007. Sótt 22. mars
2017 af http://www.newstatesman.com/books/2007/11/quiet-girl-hoeg-novel-
denmark?amp.
9 Jan Kjærstad, „Opsang: Klovnens metoder“, Politiken, 4. hluti, 3. júní 2006, bls. 1.
10 Svo aðeins eitt dæmi sé nefnt er ritdómur í New York Times nokkuð gagnrýninn
á bókmenntalegt gildi bókarinnar (og þýðinguna), en ritdómarinn hefur ekkert
á móti frumspekilegum þáttum hennar: „Það er engin sanngjörn ástæða til að
mótmæla þeirri ákvörðun höfundar að flétta saman hið raunverulega og hið yfir-
náttúrulega, hið uppbyggilega og það sem er ekki jafn uppbyggilegt, hið verald-
lega og hið trúarlega.“ Liesl Schillinger, „Ear of a Clown“, New York Times, 11.
nóvember 2007, sótt 22. mars 2017 af http://www.nytimes.com/2007/11/11/books/
review/Schillinger-t.html
BANNHELGi HiNS ANDLEGA?