Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Qupperneq 57
56
andlega nýtur meiri menningarlegrar viðurkenningar í Bandaríkjunum en
í Danmörku.11
Eftir að hafa rannsakað danskar viðtökur á Den stille pige og öðrum
nýlegum andlegum skáldsögum, kemst bókmenntafræðingurinn Knud
Wentzel að eftirfarandi niðurstöðu:
innbyrðis [eru andlega sinnuðu höfundarnir og fylgjendur þeirra]
afar ólíkir, en þeir eiga það sameiginlegt að vera fulltrúar einhvers
andlegs, sem fer út yfir hefðbundin mörk bókmenntagreina og hug-
mynda um veruleikann, þetta er hugsjónafólk, sem er að minnsta
kosti jafn djúpt þenkjandi um vandamál og möguleika tilverunnar
og hinn dæmigerði bókmenntaunnandi og -gagnrýnandi. Þeir eru
– við skulum slá því fram sem kenningu – hópur með áhugasvið
sem er í raun mjög nálægt fagurbókmenntum; svið sem leiðandi
bókmenntagagnrýnendur hafna almennt með fyrirlitningu og nei-
kvæðum merkimiðum.12
Wentzel gagnrýnir „værukærð órökstuddra fordóma sem gerði leiðandi
bókmenntagagnrýnendum kleift að vísa [Den stille pige] á bug. Svo virðist
sem einfaldlega sé hægt, andspænis bókmenntaverki sem ögrar og reynir
á andlega vitsmuni gagnrýnandans, að kasta fram skammaryrði bransans,
„andlegt“ og tilheyrandi, og skila af sér dóminum til ánægðs ritstjórans.“13
Wentzel bendir jafnframt á að gagnrýnendur eigi ekki í vandræðum með
þá tegund bókmennta sem vinna með mörk skáldskapar og veruleika (sjálf-
sögur; e. autofiction), eftir t.d. Suzanne Brøgger, Knud Romer og ekki síst
Norðmanninn Karl Ove Knausgård). En ef farið er yfir mörkin í átt að
einhvers konar andlegri heimsmynd leiðir það sjálfkrafa til höfnunar.14
Wentzel nefnir m.a. í þessu samhengi grals-þríleik Lars Muhl, Seeren fra
Andalusien (2002), Maria Magdalene (2004), og GRAL (2006), sem brýt-
11 Viðtökurnar í Þýskalandi einkennast af sömu andstöðu og í Danmörku, gegn and-
legum viðfangsefnum og dulspeki skáldsögunnar. Sjá Jutta Person, „Zwei Ohren
für ein Halleluja“, Süddeutsche Zeitung, 20. mars 2007; Felicitas von Lovenberg,
„Der Verschollene kehrt zurück“, Frankfurter Allgemeine Zeitung, 27. janúar 2007;
Frankfurter Rundschau, 10. febrúar 2007; Kristina Maidt-Zinke, „Dänen lügen
nicht. Peter Høegs missglückter Zwitter aus Traktak und Thriller: Das stille
Mädchen“, Die Zeit, 8. febrúar 2007.
12 Knud Wentzel, „To verdener. Kritikkens afvisning af spiritualitet“, Kritik 192/2009,
bls. 134–136, hér bls. 135.
13 Sama rit, bls. 134–135.
14 Sama rit, bls. 135.
GíSli MaGnúSSon