Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Side 58
57
ur gegn hefðbundnu raunsæi en má skilja út frá verufræði dulspekinnar.
Samkvæmt Wentzel sýna dulspekilegar og andlegar bækur „sannleikseld-
móð og andlegan reynsluheim, sem er jafn „fullur alvöru“ og bókmennt-
irnar sem daglega eru vegnar og metnar af bókmenntagagnrýnendum.“15
Ritdómarinn og bókmenntafræðingurinn Mikkel Bruun Zangenberg
var einn þeirra sem brást við gagnrýni Knuds Wentzel. Jafnvel þótt
Zangenberg nefni söguleg dæmi um náið samband hins andlega og hágæða
bókmennta (Meistari Eckhart, Goethe, Strindberg, Kafka), fullyrðir hann
að lokum í uppgjafartón að „þannig bókmenntir“ sé erfitt að skilja og
yfirleitt séu þær „eitthvað fyrir hina fáu innvígðu“.16 Tvennt mælir gegn
þessum staðhæfingum: Í fyrsta lagi eiga höfundar á borð við Peter Høeg
(svo ekki sé minnst á Paulo Coelho), sem miðla bæði andlegu og dul-
spekilegu lífsviðhorfi, sér mjög stóran lesendahóp.17 Sú staðreynd að dul-
spekin á sér einnig almennari og alþýðlegri birtingarmyndir innan menn-
ingarinnar varð Christopher Partridge tilefni til að tala um „dulmenningu“
(e. occulture), í tilraun til að lýsa á félagsfræðilegan hátt þeirri þversögn að
„dulmenningarlegar“ hugmyndir spretta vissulega upp í fremur afmörk-
uðu umhverfi, en renna þaðan út í meginstrauminn.18 Frá félagsfræðilegu
sjónarhorni má segja að sem alþýðleg „dulmenning“ geti hið dulspeki-
lega fengið yfirbragð hins exótíska. Ég tel þetta þó ekki einungis vera
spurningu um að markaðurinn mæti félagslegri þörf fyrir endurhelgun (þ.
Wiederverzauberung) grárrar tilveru sem snýst um notagildi. Höfundur á
borð við Peter Høeg nýtir sér vissulega vinsælt form spennusögunnar, að
einhverju leyti á kostnað andlegs metnaðar, en ekkert gefur til kynna að
15 Sama rit, bls. 136.
16 Sjá Benjamin Krasnik, „Da kritikken mistede ånden”, Kristeligt Dagblad, 25. júlí
2009, bls. 11.
17 Niðurstaða Knuds Wentzel er sú að leiðandi bókmenntagagnrýni sem gefur tóninn
skapi ekki aðeins fjarlægð frá „einni vídd veruleikans sem stendur bókmenntunum
nærri, heldur einnig frá nokkuð stórum lesendahópi. Sá hópur lifir fyrir utan hring-
iðu bókmenntalífsins og bjargar sér án aðstoðar frá gagnrýnendum dagblaðanna.“
Sala á bókum Peters Høeg náði vitanlega hápunkti með Frøken Smillas fornemmelser
for sne. Wentzel hefur rannsakað sölu á þríleik Lars Muhl í Danmörku. Bækurnar
seljast jafnt og þétt og heildarupplagið fyrir hverja bók er á bilinu 5.000–10.000.
Aftur á móti gat hann aðeins fundið átta ritdóma um þær í dagblöðum sem gefin
eru út á landsvísu – áhugavert misræmi, eins og hann orðar það. Sjá Knud Wentzel,
„To verdener“, bls. 136.
18 Christopher Partridge, The Re-Enchantment of the West. Alternative Spiritualities,
Sacralization, Popular Culture and Occulture, 2. bindi, London: T and T Clark inter-
national, 2004/2005.
BANNHELGi HiNS ANDLEGA?