Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 61
60
Religion and Western Culture. Esotericism in the Mirror of Secular Thought
eftir Wouter J. Hanegraaff er dulspekinni lýst sem einum þætti evrópskrar
hugmyndasögu, með sitt eigið innra samhengi eða sögulega samfellu.25
Samkvæmt Hanegraaff er nýaldarhreyfingin framhald af hefð dulspekinn-
ar; nútímaútgáfa hennar. Bæði Bertelsen og Høeg hafa áður verið tengdir
nýaldarhreyfingunni, en skrif þeirra hafa ekki verið greind í víðara hug-
myndasögulegu samhengi dulspekinnar.26
Eftirfarandi hugmyndasögulegir þættir verða lagðir til grundvallar í
þessari rannsókn:
1. Þekkingarfræðileg aðgreining Hanegraaffs á milli trúar, rökskilnings
(lat. ratio) og gnósis er nýtt sem grundvöllur til að öðlast skilning
á þeirri áherslu sem Høeg og Bertelsen leggja á andlega reynslu.
Hið síðastnefnda vísar til ákveðinnar tegundar reynslu sem byggir
á innsæi og er talin æðri kirkjulegri trú og rökhugsun.
2. Dulspekileg hugsanamynstur Faivres, sem fela í sér: 1) tilsvaranir
(e. correspondances); 2) lifandi náttúru; 3) ímyndunarafl; 4) umbreyt-
íska, staðlaða eða normatífa o.s.frv.) þekkingu“. Andreas B. Kilcher, „Seven Theses
on Esotericism. Upon the Occasion of the 10th Anniversary of the Amsterdam
Chair“, Hermes in the Academy. Ten Years’ Study of Western Esotericism at the Univer-
sity of Amsterdam, ritstj. Wouter J. Hanegraaff og Joyce Pijnenburg, Amsterdam:
Amsterdam University Press, 2009, bls. 143. Sjá einnig þýðingu þessarar greinar
í þessu sérhefti Ritsins: Andreas B. Kilcher, „Sjö þekkingarfræðilegar tilgátur um
dulspeki. Í tilefni af tíu ára afmæli prófessorsstöðunnar í Amsterdam“, þýð. Bene-
dikt Hjartarson, Ritið 1/2017, bls. 175–185, hér bls. 179. Þetta er þekkingarform
sem nær út fyrir landamæri röklegrar og empírískrar þekkingar og leitar í goðsagnir
og bókmenntir, en í því felst möguleg ögrun. Það er þetta dulspekilega form þek-
kingar sem Hanegraaff kallar gnósis.
25 Wouter J. Hanegraaff, New Age Religion and Western Culture. Esotericism in the
Mirror of Secular Thought, Leiden, New York og Köln: Brill, 1996.
26 Trúarbragðafræðingurinn Helle Hinge hefur skrifað um Jes Bertelsen-hreyfinguna
sem nýaldarhreyfingu (New Age på dansk. Jes Bertelsen-bevægelsen, Kaupmannahöfn:
Gyldendal, 1995). Hún telur nýaldarhreyfinguna einkennast fyrst og fremst af
heildrænni hugsun, þeirri „sýn að í nútímanum ríki heimskreppa sem boðar við-
miðaskipti [d. paradigmeskift] og nýja paradís á jörðu, þ.e. öld vatnsberans“ (bls.
112). Hún lítur á nýaldarhreyfinguna sem hluta af stærri hreyfingu sem byggir á
hugmynd um möguleika mannsins (e. Human Potential Movement), þar sem grunn-
hugmyndin er sú að manneskjan hafi sálræna og andlega möguleika sem ekki hafi
enn verið nýttir (bls. 16). Hjá Bertelsen er hugmyndin um andlega möguleika tengd
dulhyggjunni og hún er að einhverju leyti sambærileg við almennan áhuga ný-
aldarhreyfingarinnar á „óvenjulegu hugarástandi“ (e. non-ordinary states of mind).
GíSli MaGnúSSon