Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 62
61
ingu (e. transmutation); 5) samræmi (e. concordance, lat. philosophia
perennis); 6) færslu (e. transmission)/innvígslu
3. Mikilvægi svissneska sálfræðingsins C.G. Jung sem tengiliðar milli
sögulegrar vestrænnar dulspeki og nýaldarhreyfingarinnar. Að auki
hefur sálfræði hans sterk tengsl við dulspekileg hugsanamynstur
Faivres.
Ef við viljum skilja hvernig hugmyndaheimur Høegs og Bertelsens er
samtvinnaður dulspekinni er sá þekkingarfræðilegi greinarmunur sem
Hanegraaff gerir á milli rökskilnings, trúar og gnósis góður útgangspunkt-
ur. Ratio byggir sannleikshugmynd sína á röklegri færni manneskjunnar,
oft – en þó ekki eingöngu – með skynreynslu að útgangspunkti. Rökleg
þekking er talin aðgengileg öllum manneskjum og hægt sé að lýsa henni
með röklegum hætti. Samkvæmt viðmiði trúarinnar hefur rökskilning-
urinn hins vegar ekki aðgang að sannleikanum um tilveruna. Sannleikur
trúarinnar er talinn berast frá yfirskilvitlegu sviði og opinberast í heilögum
ritum, kennisetningum og trúarjátningum. Samkvæmt gnósis finnst sann-
leikurinn aðeins í persónulegri, innri opinberun, innsæi eða „uppljómun“.
Þessi persónulega reynsla er ekki öllum aðgengileg en henni er miðlað frá
kennara til nemanda. Hinni innri vitneskju verður ekki miðlað á röklegan
hátt og ekki er heldur hægt að nota hana sem trú, þar sem hin persónulega
reynsla hefur ætíð úrslitaþýðingu.27
Út frá dulspeki endurreisnartímans hefur Antoine Faivre skilgreint
sex þætti í formgerð dulspekinnar:28 1) Tilsvaranir: trú á tilsvaranir, án
orsakatengsla, milli sýnilegra og ósýnilegra vídda alheimsins. Tilsvaranir
lýsa veruleikasýn sem er í andstöðu við þá vélrænu heimsmynd sem vann
sífellt á upp úr aldamótunum 1600. Á meðan aðferðafræði náttúruvísind-
anna byggist á orsakasamhengi og ályktunum héldu rómantíska hreyfingin
og dulspekin fast í hliðstæðuhugsun (hliðstæðu eða samsvörun míkro-
kosmóss og makrókosmóss, eða „innheims“ og „útheims“).29 Með hlið-
27 Sjá Andreas B. Kilcher, „Sjö þekkingarfræðilegar tilgátur um dulspeki“, bls. 179.
28 Antoine Faivre, Access to Western Esotericism, þýð. Christine Rhone, Albany: SUNY,
1994, bls. 10–15.
29 Hanegraaff greinir á milli dulspekinnar, sem byggir á samsvörun, og seinni tíma
dulfræði (e. occultism) er byggir á orsakasamhengi. Þó lítur hann ekki á þetta sem
tvær aðskildar hreyfingar, heldur telur hann þvert á móti að dulfræðin sé hreyfing
innan dulspekinnar. Wouter J. Hanegraaff, New Age Religion, bls. 385 og 406.
BANNHELGi HiNS ANDLEGA?