Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Qupperneq 64
63
gagnrýnin sýn á vestræna menningu, vísindi og siðmenningu, sem eru
talin fela í sér firringu frá upprunalegri viskuhefð.33 Faivre bendir einnig
á hneigðina til að einblína á sameiginlega drætti í mismunandi trúarlegum
og frumspekilegum hefðum.34 Á tuttugustu öldinni spratt upp svokall-
aður nýperenníalismi, en helstu fulltrúar hans eru Ananda K. Coomarasway,
Frithjof Schuon, Huston Smith og Ken Wilber. Það segir sína sögu að
Schuon talar um yfirskilvitlega einingu heimstrúarbragðanna. Þar með
verður philosophia perennis að tilraun til að finna gnósis, sanna andlega þekk-
ingu, í öllum trúarbrögðum og allri frumspeki. Dæmi um þessa afstöðu má
einnig finna hjá Ken Wilber:
Kjarna philosophia perennis má orða á einfaldan hátt: það er rétt að til
er einhvers konar Óendanleiki, einhvers slags Allsherjar Guðdómur
(e. Absoute Godhead), en ekki er hægt að skilja hið guðlega með því
að sjá fyrir sér feiknarlega Veru, mikinn Föður, eða stóran Skapara
aðskilinn frá sköpun sinni, frá hlutum og atburðum og mannfólkinu
sjálfu. Öllu heldur verður að skilja það (á myndhverfan hátt) sem
grunninn, sem veruhátt eða ástand allra hluta og atburða. Það er
ekki eitthvað Mikið aðskilið frá því sem er endanlegt, heldur fremur
raunveruleiki eða veruháttur eða grunnur alls. 35
tímabil endurreisnarinnar, að þessi augljósi ruglingur á milli philosophia perennis og
úrvalsstefnu endurreisnarinnar átti eftir að verða viðtekinn meðal heimspekinga
næstu tvær og hálfa öld, eða þar til Charles B. Schmitt endurvakti minninguna um
upprunalegt sjónarhorn endurreisnarinnar í lykilgrein sinni árið 1966.“ Wouter J.
Hanegraaff, Esotericism and the Academy, bls. 130.
33 „Vestræn nútímamenning, vísindi og siðmenning eru í eðli sínu ósamrýmanleg
Hefðinni; aldrei fyrr hefur mannkynið verið jafn fjarlægt henni og í dag.“ Wouter
J. Hanegraaff, „Tradition“, bls. 1132.
34 „Hefðin hefur ef til vill verið endurheimt, að minnsta kosti að hluta til, með því
að beina athygli að samnefnurum ýmissa trúarlegra og frumspekilegra hefða. Slík
rannsókn getur ekki verið hlutlaus heldur krefst hún þess að rannsakandinn gang-
ist við grundvallargildum og -sjónarmiðum Hefðarinnar, og gangi helst í gegnum
„innvígslu“. Hefðina er aðeins hægt að skilja frá sjónarhóli þeirrar sömu Hefðar;
sjálf hugmyndin um hlutlausa „hagsmunalausa“ sögulega rannsókn, þar sem vitnis-
burður eftirliggjandi heimilda er hinn endanlegi mælikvarði, endurspeglar mód-
ernískt sjónarmið söguhyggjunnar, sem er ósamrýmanlegt Hefðinni.“ Sama rit,
bls. 1132.
35 Ken Wilber, Up from Eden, Shambhala: Boulder, 1983, bls. 4. Sjá einnig kaflann
„The Spectrum of Consciousness. integral Psychology and the Perennial Philo-
sophy“ í Ken Wilber, The Eye of Spirit. An Integral Vision for a World Gone Slightly
Mad, Boston og London: Shambhala, 2001, bls. 39 og áfram.
BANNHELGi HiNS ANDLEGA?