Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Síða 66
65
fram hefur komið hér að framan var Carl Gustav Jung í mikilvægu hlut-
verki sem tengiliður milli hefðbundinnar dulspeki og birtingarmyndar
hennar í nýaldarátrúnaði samtímans. Áhrif Jungs eru slík að Hanegraaff
telur hann hafa haft úrslitaþýðingu sem „tengiliður milli hefðbundinnar
(þ.e. for-dulfræðilegrar) heimssýnar dulspekinnar og nýaldarhreyfingar-
innar“ og einn helsti fulltrúi þess sem hann kallar „sálgervingu (e. psycho-
logization) hins heilaga“.38 Eins og kemur fram hér í framhaldinu er það
einmitt þessi dulspekilega hlið Jungs (samsemdarhugtakið, andleg gull-
gerðarlist, þróun sjálfsemdar (e. individuation), hugmynd um sálina sem
ekki byggir á tvíhyggju), sem vekur áhuga Høegs og Bertelsens.
Áherslan á andlega reynslu (gnósis) í Den stille pige –
samsvaranir við Jes Bertelsen
Bókmenntafræðingurinn Poul Behrendt hefur, í Den hemmelige note, sýnt
fram á að sögufléttan í Den stille pige er mun flóknari en ritdómarar náðu
að átta sig á. Behrendt bendir á að meðvitað er villt um fyrir lesandanum
sem heldur að Kasper Krone, heimsþekktur sirkuslistamaður með gríðar-
legar skattaskuldir á Spáni og í Danmörku, hitti níu ára stúlku sem hefur
verið rænt (hljóðu stúlkuna KlöruMaríu) í fyrsta sinn í upphafi bókar, og
spennuþáttur sögunnar snýst um leitina að henni. Í upphafi sögunnar á
KlaraMaría að fara í meðferð hjá Kasper, en það er aðeins „átylla til að til-
kynna Kasper (og lesandanum) að hún hafi verið numin á brott. Hins vegar
hefur hvorki hann né lesandinn hugmynd um að brottnámið er sviðsett af
hljóðu stúlkunni sjálfri. Og alls ekki að hún er í raun dóttir Kaspers Krone
og kærustu hans – sem hvarf stuttu eftir getnaðinn.“39 Atburðir sögunnar
gerast á innan við einni viku árið 2006 og vorið 2005 (allur annar hluti).
Sá sem les bókina í fyrsta sinn hefur þó engan möguleika á að átta sig á því
hvernig tímaplönin tvö tengjast. Í upphafi skáldsögunnar veit nýr lesandi
ekki af samkomulagi Kaspers Krone, frá árinu 2005, við leiðtoga nunnu-
klausturs sem kallað er Rabíastofnunin, Móður Maríu (= Bláu dömuna),
og KlöruMaríu, hljóðu stúlkuna. Sá hluti atburðarásarinnar verður fyrst
ljós eftir 120 blaðsíður. Lesandinn og Kasper Krone hafa báðir takmarkað
sjónarhorn og vitneskju á meðan Móðir María, Stine Claussen (fyrrver-
andi kærasta Krones) og KlaraMaría hafa meiri yfirsýn. Uppbyggingin
minnir á Wilhelm Meister eftir Goethe, þar sem dularfullur turnfélags-
38 Wouter J. Hanegraaff, New Age Religion and Western Culture, bls. 366.
39 Poul Behrendt, Den hemmelige note, Kaupmannahöfn: Gyldendal, 2007, bls. 246.
BANNHELGi HiNS ANDLEGA?