Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Side 67
66
skapur (þ. Turmgesellschaft) heldur um þræðina í þroskaferli Wilhelms.40
Turnfélagsskapurinn í Den stille pige er Rabíastofnunin, háborg kyrrð-
arinnar – og í Den stille pige jafngildir kyrrð valdi, hvort heldur er yfir
innri eða ytri heimi. Því það eru hljóðu börnin tólf, sem safnað hefur verið
saman undir stjórn Rabíastofnunarinnar, sem í sameiginlegri „kyrrðarsam-
virkni“ (e. synergy) ná svo miklu valdi yfir hinum ytri veruleika (þ.e. vitund
þeirra getur haft áhrif á hinn ytri heim), að þau geta framkallað jarðskjálfta
við höfnina í Kaupmannahöfn. Við það vaknar áhugi Josefs Kain, eiganda
fjárfestingafélags, á að nýta hæfileika barnanna til að kaupa upp og selja
eignir eftir þennan ónáttúrulega jarðskjálfta af mannavöldum. Þrátt fyrir
að einn af skósveinum Kains, Ernst, verði valdur að dauða eins af hljóðu
börnunum og veiti Krone lífshættulega áverka, eiga lesandinn og Krone
á endanum að kyngja þeirri staðreynd að Kain – reiði sinnar vegna (og ef
til vill vegna fjárhagslegrar getu sinnar til að styðja Rabíastofnunina?) – er
tekinn í sátt og verður meira að segja kærasti Móður Maríu. Sjálfur sam-
einast Krone á ný Stine og dóttur sinni KlöruMaríu.41
40 Það hversu hliðstæð formgerðin er má ráða af eftirfarandi bókmenntasögulegri
lýsingu á frímúrarabakgrunni turnfélagsskaparins í Wilhelm Meister eftir Goethe:
„Leynifélögin standa nefnilega fyrir […] elítumyndun sem er að einhverju leyti á
skjön við yfirvald ríkis og kirkju, á sama hátt og í lýsingum Goethes á Turmgesell-
schaft, í Wilhelm Meister, sem annast Wilhelm og stýrir á sinn hátt örlögum hans,
elur lærlinginn upp til að verða meistari svo að hann geti sjálfur látið gott af sér
leiða. Andstætt við ríki og kirkju vilja frímúrararnir gera góðverk og í söguheimi
skáldsögunnar endurspegla fulltrúar turnfélagsskaparins trúna á – eða a.m.k. vonina
um – áhrif frá hjálpfúsum æðri verum sem birtast hvað eftir annað, virðast næstum
alvitrar og alltumlykjandi og grípa laumulega inn í þegar þörf er á.“ Svend Aage
Jørgensen, Klaus Bohnen og Per Øhrgaard, Aufklärung, Sturm und Drang, frühe
Klassik, 1740–1789, München: C.H. Beck, 1990, bls. 46. Antoine Faivre telur
einnig að minnið um félagsskap meistara sem starfar í leyni eigi sér uppruna í
starfi Goethes með frímúrurum: „Þessi hugmynd um samfélag sem stjórnað er af
meisturum er myndu hlutast til um örlög ákveðins fólks, átti reyndar eftir að hljóta
það brautargengi sem við könnumst vel við. Það er enn og aftur Goethe sem lýsir
þessu, með lýsingum á turnfélagsskapnum í Wilhelm Meisters Lehrjahre (1796).
Þemað um menntaða og andlega stjórn dulinna eða leyndra elíta er endurtekið
í fjölda innvígslu-skáldsagna. Nær okkur í tíma er svo Das Glasperlenspiel (1943)
eftir Hermann Hesse.“ Antoine Faivre, Theosophy, Imagination, Tradition. Studies in
Western Esotericism, þýð. Christine Rhone, Albany: State Univeristy of New York
Press, bls. 186.
41 Þetta er mjög einfölduð samantekt af sögufléttu bókarinnar. Af ítarlegri lýsingu
Pouls Behrendt má ráða hversu flókin sögufléttan er í raun og veru. Sú samantekt
verður Knud Wentzel tilefni til að efast um að spennusagnaformið henti til að miðla
andlegum boðskap: „Háttsettur [Poul] Behrendt hefur í rúmlega fjörutíu blaðsíðna
langri greinargerð (í Den hemmelige note, 2007) fært rök fyrir því að í skáldsögunni
GíSli MaGnúSSon