Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 69
68
er lögð á andlega iðkun44 og möguleikann á að öðlast uppljómun með
því að þiggja leiðsögn meistara eða starets. Høeg setur fram tvær útgáfur
af rússneskum rétttrúnaði: hefðbundna útgáfu og áðurnefnda nútíma-
útgáfu undir nafni Rabíastofnunarinnar. Stofnunin gerir Høeg kleift að
sýna hvernig hann gæti hugsað sér að nútímavæða hefðbundin heims-
trúarbrögð. Þar með verður hún að útópískum valkosti við hefðbundin
trúarbrögð í formi rússnesks rétttrúnaðar. Bláa daman, Móðir María, lýsir
því þannig: „Ef kristnin á að lifa af […] verður afgerandi breyting að eiga
sér stað.“45 Forsendurnar virðast vera þær að maður verði að greina á milli
for-nútímalegs skipulags hefðbundinna heimstrúarbragða og hinnar sönnu
andlegu iðkunar sem þau bjóða upp á. Fram kemur að skipulagslega séð
er Rabíastofnunin nunnuklaustur, stofnað á þriðja áratugnum, sem hefur
verið gert burtrækt úr Austurkirkjunni fyrir að setja konu, þ.e. Móður
Rabíu, í embætti biskups. Samkvæmt reglunum í feðraveldi kirkjunnar er
djákni æðsta embættið sem kona getur gegnt.46
For-nútímaleg heimsskoðunin sem liggur að baki rétttrúnaðarkirkj-
unni er einnig leidd í ljós með lýsingu á efnislegri staðsetningu rússnesku
rétttrúnaðarkirkjunnar í Kaupmannahöfn: „Á mörkum uppboðshúsanna á
Bredgade, umferðarinnar, veitingastaðanna, hótelanna og háklassavænd-
isins sem þeim fylgir. Og kirkjurýmis sem hallaði sér upp að þúsund ára
gamalli hefð og miðaldaveruleika sem var nálægt því að vera horfinn,
óafturkræft.“47 Seinna verður sama kirkja samkomustaður fyrir fulltrúa
hins trúarlega feðraveldis; kaþólsku prestana, kaþólska biskupinn, yfir-
rabbínann og prest dönsku hirðarinnar [d. konfessionarius], en raunveruleg
endurnýjun trúarlífsins í Danmörku verður ekki fyrr en Móðir Rabía og
íslamskir trúarleiðtogar (ímamar) eru tekin inn í hópinn.48 Fyrsta skref-
ið í átt að nútímavæðingu heimstrúarbragðanna er jöfnuður kynjanna.
Jafnréttisboðskapur skáldsögunnar kemur í ljós þegar á fyrstu síðunum þar
sem hið tvíkynja „FrúHerra“ kemur í stað hins karllega Guðs.
44 Ágæti rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar er lýst frá sjónarhorni Kaspers Krone í
innra eintali: Hann hlustaði á „aga hennar. Meðaumkvun hennar. Stöðugleika
hennar. Djúpa vitneskju hennar um að guðdómleg reynsla krefst þjálfunar. Þetta var
eins og sirkus. Kasper hafði ætíð þótt hugmynd Lúthers um að allt væri fyrirfram
ákvarðað vera í beinni mótsögn við daglega reynslu okkar allra.“ Peter Høeg, Den
stille pige, bls. 387.
45 Sama rit, bls. 409.
46 Sama rit, bls. 262.
47 Sama rit, bls. 262.
48 Sama rit, bls. 388.
GíSli MaGnúSSon