Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 72
71
ustu mynd: „Meirihluta lífs míns, sagði hann [Krone], – hef ég leitað að
kyrrðinni. innra með sjálfum manni, og milli manneskja. Ég veit að hún
fyrirfinnst. Þú hefur hana. Þú stendur þar inni, rödd þín berst úr kyrrð-
inni, ég heyri hana. Líka stúlkan, KlaraMaría, hún er í nálægð hins sama.
Ég vil þangað inn. Annars geng ég af vitinu.“54 En reynslan af kyrrð er
um leið svæðið sem gefur Høeg tilefni til að gera mestar tilraunir með
tungumálið. Hann samtvinnar t.d., í anda samskynjunar (e. synesthesia),
sjónrænar myndlíkingar (liti og kúluna sem tegund þrívíddar) og kyrrðina
sem heyrnarfyrirbæri: „Þá heyrði hann kyrrðina. / Hún breiddi kúlulaga
úr sér frá stúlku, hún náði líkama hans, umvafði hann, náði undirvagni
bílsins, sem varð pastellitaður, hann greip um stýrið, eins og til að afstýra
árekstri.“55 Seinna tekst Krone að upplifa kyrrðina með Bláu dömunni:
„Hann fann kyrrðina opnast. Eins og stór hönd, tilbúin að tína hann
upp.“56 Með því að nota samskynjun skrifar Høeg sig inn í mikilvæga dul-
spekilega hefð innan listarinnar. Samskynjun sem stílbragð tengist róm-
antík og symbólisma sterkum böndum, en var ekki aðeins talin stíltækni
heldur skynháttur.57
Önnur andleg iðkun sem oft er nefnd í skáldsögunni er „bæn“ eða
„mantra“. Kasper Krone vísar til bæna 50 sinnum (og mantra tvisvar), og
má því líta á það sem sterkt leiðarminni (þ. Leitmotiv). Snemma í skáld-
54 Peter Høeg, Den stille pige, bls. 124.
55 Sama rit, bls. 263.
56 Sama rit, bls. 320.
57 Fræg dæmi um notkun samskynjunar í symbólismanum er ljóð Rimbauds „Les
Voyelles“ (u.þ.b. 1871) og À rebours (1884) eftir Joris-Karl Huysman. Í dulspekilegri
skáldskaparkenningu sinni í Ur-Geräusch (1915) skrifar Rilke að við að samtengja
skilningarvitin fimm verði listamaðurinn fær um að nota skyggnigáfu til að vinna
ný lönd veruleikans. Sjá Gísli Magnússon, Dichtung als Erfahrungsmetaphysik, bls.
314. Vasilij Kandinskij áleit samskynjun hafa bæði listræna og andlega merkingu.
Það er samskynjun í titlinum á leikriti hans, Der gelbe Klang (1909), sem kom út í
Der blaue Reiter árið 1912. Í Über das Geistige in der Kunst (1912) var tengingin milli
lita og hljóðs einmitt mikilvægur þáttur í listkenningu hans, þar sem listamaðurinn
stígur fram sem andlegur frumkvöðull (sjá Wassily Kandinsky, Über das Geistige in
der Kunst, inngangur eftir Max Bill, Bern: Benteli Verlag, 1952, bls. 62). Aleksandr
Skrjabín var einnig undir áhrifum dulspekilegra hugmynda og nýtti sér samskynjun
í Prómeþeifs-sinfóníu sinni (1911). Það er vel kunnug staðreynd að Kandinskij og
Skrjabín voru uppteknir af guðspekilegum hugmyndum og þeir gætu báðir hafa
fengið innblástur í Esoteric Instructions eftir Blavatskij (1888–1891), þar sem hún
skrifar að litur og hljóð spretti upp af sama efni. Sjá Johanna J. M. Petsche, Gur-
djieff and Music. The Gurdjieff/de Hartmann Piano Music and Its Esoteric Significance,
Leiden og Boston: Brill, 2015, bls. 68.
BANNHELGi HiNS ANDLEGA?