Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 73
72
sögunni talar hann um „ónáttúrulega huggun bænarinnar“, og hann fær
seinna leiðsögn frá Bláu dömunni um bænina sem leið til að segja skilið við
valdabaráttu sjálfsins. Seinna biður hann með bílstjóranum sínum, Franz
Fieber, frammi fyrir íkoni eða helgimynd. Bænaiðkun er jafnvel sett í sam-
hengi við samsemd: „Sá sem biður, sagði hún [Bláa daman], – upplifir mun
fleiri áberandi tilviljanir.“58 Að sama skapi er um að ræða svo áberandi
samsvaranir milli Høegs og Bertelsens að varla er um tilviljun þar að ræða
heldur.
Dulspeki í Den stille pige
Ef gengið er út frá áðurnefndri þrískiptingu dulspekinnar (gnósis, trú, rök-
skilningur) leikur enginn vafi á að Høeg og Bertelsen leggja áherslu á
gnósis, þ.e. á persónulega reynslu í krafti innsæis eða „uppljómunar“. Þessi
áhersla á persónulega tegund þekkingar leiðir auk þess – í samræmi við
dulspekina – til deilna bæði við vísindahyggju (vísindi sem einu leiðina
að þekkingu) og hefðbundin trúarbrögð sem eru talin byggja á blindri
trú fremur en gnósis.59 Í Den stille pige má greina þessa tvöföldu aðgrein-
ingu í þeirri staðreynd að andleg iðkun eins og bæn, hugleiðsla og djúp
kyrrðarreynsla eru sett í forgrunn. Lýsandi í þessu tilliti er reynslan af
djúpri kyrrð sem fremur fáum sögupersónum hlotnast, t.d. KlöruMaríu og
öðrum „útvöldum“ börnum ásamt Bláu dömunni, Móður Maríu.
Á sama hátt má segja að framsetning skáldsögunnar á andlegri sálfræði
sem fylgir jungísku mynstri sé nátengd hinu dulspekilega gnósis-hugtaki.60
Eins og Hanegraaff bendir á var Jung nútímalegur dulspekingur og mikil-
vægur tengiliður á milli hefðbundinna dulspekilegra hreyfinga og nýald-
arhreyfingarinnar.61 Høeg vísar til mismunandi grundvallarforsendna
Jungs, sem síðar urðu hluti af andlegum straumum nútímans og nýaldar-
hreyfingunni almennt, þar með talin „samsemd“, þ.e. merkingarbærar
58 Peter Høeg, Den stille pige, s. 322.
59 Í Den stille pige má finna þá gagnrýni á akademíska fræðimenn að þeir séu brota-
kenndir, sjá bls. 199.
60 Jung var greinilega upptekinn af gnósis, sem hann skilgreindi sem þekkingu í and-
legum efnum er menn afli sér á dulrænan hátt. Áður en Jung uppgötvaði gullgerðar-
listina sem djúpsálarfræðilegan mynd- og hugarheim, hafði hann kafað djúpt í gnósis
og gnóstík (e. gnosticism), eins og kemur fram í Das rote Buch (1914–1930) sem svo er
kölluð og kom fyrst út árið 2009. Sjá Carl Gustav Jung, Das rote Buch. Liber novus.
Düsseldorf: Patmos, 2009.
61 Wouter J. Hanegraaff, New Age Religion and Western Culture, bls. 497.
GíSli MaGnúSSon