Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 74
73
samsvaranir án orsakasamhengis.62 Hjá Høeg virkar hugtakið sem andlegt
svar við þeirri hugmynd að allt sé tilviljun („– Þetta hlýtur að vera tilvilj-
un. / – Ég spila póker. Ég þekki svigrúm tilviljunarinnar. Þetta hér nær út
fyrir það.“63) Hann notar hugtakið á húmorískan hátt („Þegar alheimurinn
býður upp á heppilegar samsvaranir, er betra að ekki sé ofskammtað“64),
en hann tengir það líka við sjálfsemdarhugtak Jungs („Að hitta hana hér
var stórkostleg samsemd. Af því tagi sem Jung segir að hendi aðeins þá
sem hafa tekið sjömílnaskref í átt til hins óþekkta í sínu eigin sjálfsemdar-
ferli“65). Ferli sjálfsemdar lýsir stöðugri þróun í átt að hinu sanna sjálfi,
sem ekki reiðir sig á samfélagshlutverk og ytri siðferðislegar reglur. Þriðja
hugtak Jungs sem Høeg notar er „erkitýpa“. Kasper Krone lýsir t.d. konu
sem hann hittir sem „vörpun á hluta af erkitýpunni Vonda móðirin, sem
hann hafði enn ekki innlimað.“66 Að skiptast á fötum við fyrrverandi kær-
ustu sína kallar Kasper „erkitýpu sem kann góðri lukku að stýra“ og finnur
hliðstæðu í Fidelio Beethovens, en tengir erkitýpuna þar að auki við inn-
limun anima og animus, þ.e. karlinn innlimar hið kvenlega og öfugt.67 Eins
og dæmin sýna hefur Høeg svo gott vald á grundvallarhugtökum Jungs
að hann getur nýtt þau og tengt saman eftir þörfum. Það kemur ekki á
óvart ef hafður er í huga sá innblástur sem hann án efa hefur sótt til Jes
Bertelsen, sem hefur fengist ítarlega við Jung og var meira að segja lengi
við Jung-stofnunina – en eins og rannsókn Hanegraaffs á hugmyndasögu
dulspekinnar sýnir, er Jung hluti af mun stærra samhengi. Samsemd, þróun
sjálfsemdar og erkitýpur eru vitanlega hluti af orðræðu nýaldarhreyfing-
62 Jung þróaði kenninguna í samvinnu við kennilega eðlisfræðinginn Wolfgang Pauli.
Hanegraaff útskýrir hugmyndina þannig: „[Hún] gefur sterka heildarmynd af gagn-
virkni huga og efnis“ (New Age Religion and Western Culture, bls. 72). Sjá C.G. Jung,
Synchronizität als ein Prinzip akausaler Zusammenhänge. Der Einfluss archetypischer
Vorstellungen auf die Bildung naturwissenschaftlicher Theorien bei Kepler, Zürich: Rasc-
her, 1952. Endurprentað í C.G. Jung, Synchronizität, Akausalität und Okkultismus,
München: DTV, 2003 (6. útg.) ásamt öðrum verkum sem tengjast efninu.
63 Peter Høeg, Den stille pige, bls, 279.
64 Sama rit, bls. 393.
65 Sama rit, bls. 143. Á öðrum stað er talað í viðtengingarhætti um „stórbrotna sam-
semd“. Sama rit, bls. 393.
66 Sama rit, bls. 61. Annars staðar er andstæða erkitýpan nefnd, þ.e. Góða Móðirin:
„Það var ást móður til barns síns á hæsta styrkleika. Og ekki bara einnar móður.
Ást allra mæðra til allra barna.“ Sama rit, bls. 258.
67 „Þetta hér er erkitýpa sem kann góðri lukku að stýra. Eins og í Fidelio. Hún leitar
að ástvini sínum í undirheimum. Klædd sem karlmaður. Þegar elskendurnir nálgast
hvor annan þurfa þeir að kanna hitt kynið í sjálfum sér. Við enda ferðarinnar bíður
hinn mikli ástarfundur.“ Sama rit, bls. 341–342.
BANNHELGi HiNS ANDLEGA?