Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Síða 75
74
arinnar. Samsemdarhugtakið skapaði möguleika á því, innan nýaldarhreyf-
ingarinnar, að halda á lofti annars konar samhengi en orsakasamhengi, t.d.
merkingarþrungnum samsvörunum og fjarskynjun.68 Jung setur dulspek-
ina fram í sálfræðilegri mynd og gefur henni þar með vísindalegt vægi.69
Þegar hann lýsir sálfræðilegum ferlum með andlegum orðaforða á Jung
þar að auki þátt í að helga sálarlífið. Hvort tveggja fellur vel að hneigð
nýaldarhreyfingarinnar til að hugsa heildrænt um vitundina og hið efnis-
lega fremur en út frá tvíhyggju (viðmiði Descartes). Sama jungíska and-
tvíhyggjan er innbyggð í sögufléttu Den stille pige. Í upphafi er – í samræmi
við spennusagnaformið – lagt upp með baráttu góðs og ills: Hinn góði
Klaus Krone á að berjast gegn skúrkinum Josef Kain, sem, að því er virðist,
hefur numið á brott saklaus börn. Þegar líður á söguna kemur æ betur í
ljós að tengingin milli „hetju“ og „skúrks“ er allt annað en svart-hvít. Hér
verður Austurkirkjan að „heildrænum“ („jungískum“) ramma sem getur
rúmað Kain. Kasper Krone skilur ekki hvernig rússneska baðstofan getur
staðið Josef Kain opin: „[H]vernig ykkur getur dottið í hug að opna dyrnar
fyrir apaketti eins og Kain er ofar mínum skilningi“.70 Djákninn svarar:
„Ef ákveðinn staður eða andrúmsloft er guðdómlegur í eiginlegasta skiln-
ingi […] þá getur hann ekki verið lokaður neinum.“ Þetta svigrúm opnar
augu Kaspers fyrir tækifæri til að nútímavæða Austurkirkjuna: „Kasper
fann að hann hafði haft á röngu að standa um Austurkirkjuna. Ef til vill
myndi hún þrátt fyrir allt ná að rúma nútímaheiminn og lifa hann af.“71
Það er einmitt baðstofufundur Kaspers og Josefs Kain sem sýnir að Kasper
– sjálfhverfu sinnar vegna – á meira sameiginlegt með andstæðingi sínum
en hann vill viðurkenna. Atriðið hefst sem kómísk samkeppni í andlegri
auðmýkt, en þróast yfir í slagsmál sem fá eftirfarandi ummæli frá alvitr-
um sögumanninum: „Erfiðleikar okkar byrjendanna felast í því að góðar
68 Wouter J. Hanegraaff, New Age Religion and Western Culture, bls. 500–501.
69 Eins og kunnugt er var það m.a. áhugi Jungs á dulspekilegum og rómantískum
hugmyndum sem leiddi til þess að gjá myndaðist á milli hans og Sigmunds Freud.
Freud hélt áfram að reyna að sannfæra Jung um að kynlífskenningin ætti að vera
kennisetning og varnarveggur gegn „myrkri aurskriðu dulfræðinnar“ (þ. Schlamm-
flut des Okkultismus). Sjá Carl Gustav Jung, Erinnerungen, Träume, Gedanken, ritstj.
Aniela Jaffé, Zürich og Düsseldorf: Walter Verlag, 1962, bls. 155. Freud vildi
leggja grunn að strangvísindalegum rannsóknum á sálinni – oft með tilliti til sjúk-
leika hennar – á meðan Jung, í samræmi við hina rómantísku-dulspekilegu hefð,
sá skapandi og andlega möguleika í sálarlífinu. Sjá Gísli Magnússon, Dichtung als
Erfahrungsmetaphysik, bls. 240–241.
70 Peter Høeg, Den stille pige, bls. 394.
71 Sama rit, bls. 394.
GíSli MaGnúSSon