Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Síða 76
75
fyrirætlanir standast illa þegar aðstæður verða aðeins krefjandi. Að sam-
kenndin, þegar til kemur, reynist oft þunn gullhúð yfir grófari málmi.“72
Síðar í sögunni kemur í ljós að Bláa daman og KlaraMaría, hljóða stúlkan,
eru mun meira í slagtogi við „skúrkinn“ Kain en Kasper Krone gerir sér
grein fyrir í byrjun skáldsögunnar. Þetta er undirstrikað í lokin, þegar Bláa
daman hefur ástarsamband með Josef Kain: helsti fulltrúi uppljómunar-
innar í heimi skáldsögunnar með ætluðum skúrki. Niðurstaðan virðist vera
sú að Kasper Krone er ekki jafn góður og hann sjálfur telur, og Josef Kain
er á hinn bóginn ekki jafn vondur og Kasper Krone (og lesandinn). Jung
nýtti sér hugtak frá Nikulási frá Kúsa (1401–1464), coincidentia oppositorum,
til að lýsa heildinni sem sameiningu (að því er virðist) andstæðna,73 og í
atburðarás sögunnar skapar Høeg einnig samslátt andstæðna þegar hann
lætur Kain og Bláu dömuna sameinast. Notkun Høegs og Bertelsens á
guðvarnar-hugsun Leibniz bendir að sama skapi í átt að and-tvíhyggju (þ.e.
heildrænni hugsun), eins og Poul Behrendt fullyrðir einnig: „Þess vegna er
líka svo miklu erfiðara að koma auga á heildarmyndina. Heimurinn fylgir
aðeins lögmálum tvíhyggju á yfirborðinu, þ.e. honum er skipt í karllegt og
kvenlegt, gott og vont, hugveru og hlutveru.“74
Annar þáttur í hinu dulspekilega hugsanamynstri sem gegnir mikilvægu
hlutverki í Den stille pige er perenníalisminn. Hin perenníalíska afstaða í
Den stille pige kemur fram í fjölda tilvitnana og vísana aðalpersónunnar
Kaspers Krone í kristna hugsuði á borð við Meistara Eckhart, Katarínu
frá Siena og Søren Kierkegaard, austurlenska meistara á borð við Ramana
Maharshi, Longchen Rabjam og Milarepa, en einnig dulspekinga á borð
við Rudolf Steiner, Georgij Gúrdsjieff og Martinus. Tíðar tilvitnanir
Kaspers Krone benda til ákveðinnar sýnar á viskuhefðir heimsins, sem
kemur í framhaldi af hugmyndunum um samræmi.
Ritdómarinn Lars Bukdahl var sérlega gagnrýninn á tíðar tilvísanir
skáldsögunnar í andlega meistara frá mismunandi tímum og hefðum, sem
hann telur vera „almanaks-gullkorn frá ýmsum gömlum meisturum“.75
Hann fjallar þó ekki um þá staðreynd að þessi gagnrýni er líka færð í
orð innan ramma skáldsögunnar, af fyrrverandi kærustu Kaspers Krone,
72 Sama rit, bls. 392.
73 Sjá David Henderson, „The Coincidence of Opposites. C.G. Jung’s Reception of
Nicholas of Cusa“, Studies in Spirituality 20/2010, bls. 101–113.
74 Poul Behrendt, Den hemmelige note, bls. 266.
75 Lars Bukdahl, „Skindøde badutspring på yogamåtten“, Weekendavisen, 20. júní
2014, sérblað um bækur, bls. 4.
BANNHELGi HiNS ANDLEGA?