Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Side 78
77
sem langflestir trúaðir halda sig við. Og innhverf hlið, esóterísk, sem
er fyrir fæsta. Úthverfi hlutinn er sá sem er iðkaður í dönsku þjóð-
kirkjunni, í kaþólsku messunni, moskum, hofum og sýnagógum og
gompum um heim allan. Hann er ytri framvindan og helgisiðir,
sem róa þá sem trúa, fullvissa þá um að nú sé allt erfitt en að lífið
eftir dauðann verði léttara. Hinn hlutinn, sá dulspekilegi, er fyrir þá
kolklikkuðu.79
Skipting í ytri og innri, þ.e. dulspekilega, hlið trúarbragðanna er þáttur
í andófsmenningu andlegra hreyfinga á seinni hluta tuttugustu aldar og
í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar. Hún er samtvinnuð hinni perenní-
alísku hefð, þar sem trúarbrögðin eru talin eiga sér sameiginlegan dul-
spekilegan kjarna er birtist um leið og maður hættir sér inn á umráðasvæði
dulhyggjunnar, þótt margt kunni að virka ólíkt sé horft frá hinu ytra sviði.
Mikilvægur þráður í fléttu skáldsögunnar gengur út á að fjórir hryðju-
verkamenn taka sig saman um að hindra Stóra kirkjuþingið, fund milli
fulltrúa heimstrúarbragðanna með reynslu dulhyggjumanna sem útgangs-
punkt, „möguleikann á að bak við stóru trúarbrögðin sé eitthvað sam-
eiginlegt. Þeir hafa fengið þá brjáluðu hugmynd að kanna hvort hugs-
anlega megi finna sameiginlegan grundvöll að baki hinni margvíslegu
trúarreynslu. Og þeir hafa fengið heilasérfræðinga og sálfræðinga með sér
í lið. Og það sem þessir hryðjuverkamenn eru hræddir við er að þessi mis-
munandi trúarbrögð gætu komist að því að í grunninn eru þau nær hvert
öðru en halda mætti. Og ef það gerist hverfur grundvöllur bókstafstrúar.
Manni getur ekki stafað ógn af manneskju sem í grunninn er kolbiluð á
nákvæmlega sama hátt og maður sjálfur. Það er það sem hefur fengið þá til
að vinna saman.“80 Þannig virkar philosophia perennis í Elefantpassernes børn
sem mótvægi gegn bókstafstrú og verður í reynd að svo mikilvægum þætti
í sögufléttunni að hryðjuverkamenn vilja koma í veg fyrir samkomuna.
Niðurlag
Bókmenntagagnrýnendur – í Danmörku og í fræðaheiminum almennt –
túlkuðu skáldsöguna Den stille pige sem vafasaman boðskap andlegs predik-
ara. Auk þess var samband Høegs við andlega hugsuðinn Jes Bertelsen
gagnrýnt, vegna þess að hann var álitinn málpípa gúrús. Hvorki þessi
79 Peter Høeg, Elefantpassernes børn, Kaupmannahöfn: Rosinante, 2010, bls. 309.
80 Sama rit, bls. 310
BANNHELGi HiNS ANDLEGA?