Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Side 83
82
löngum verið ágreiningsmál innan fræðanna, en hér verður sýnt fram á
gildi þess að rekja orðræðu kláms innan listarinnar og vinna með hana sem
grein ingartæki. Einnig verður sjónum beint að því í hverju ögrun aðgerð-
arinnar var fólgin, auk þess sem fjallað verður um virkni kláms og dulspeki
sem andófstækja innan aksjónismans. Gjörningurinn verður því settur í
sögulegt samhengi og þeir þræðir sem liggja á milli kláms, dulspeki, kaþ-
ólsks helgihalds, menningarlegs andófs, sálgreiningar og lífhyggju rakt-
ir eins og þeir koma fyrir sjónir í verkinu. Markmiðið er að draga fram
merkingarlögin í gjörningnum og gera grein fyrir þeim ólíku hlutverkum
sem þessar orðræður gegna innan fagurfræðilegs verkefnis aksjónismans.
Þannig verður ekki eingöngu horft til listrænnar merkingar aðgerðarinnar
heldur jafnframt til hins menningarfræðilega samhengis sem skiptir hér
sköpum.
Sú aðferð sem hér verður beitt er söguleg orðræðugreining, sem er vel
til þess fallin að lýsa verkinu og því sögulega og menningarlega andartaki
sem það verður til á. Austurríki eftirstríðsáranna einkenndist af menn-
ingarlegri forræðisstefnu og íhaldssemi. Að lokinni seinni heimsstyrjöld
hafði austurríska ríkið útlistað sig sem fyrsta fórnarlamb nasismans, og þar
með neitað að axla ábyrgð á gjörðum sínum og viðurkenna hlutdeild sína
í hryllingi stríðsins.3 Menningarpólitík næstu ára gekk út á að endurvekja
fyrri hróður og vegsemd Austurríkis. Sótt var í menningu aldamótanna og
minningum og goðsögnum um Habsborgar-veldið var haldið á lofti í stað
þess að takast á við atburði seinni heimsstyrjaldarinnar.4 Leitast var við
að endurskilgreina austurríska sjálfsmynd og skapa nýtt, öflugt þjóðfélag.
Að sama skapi var framúrstefnu og hvers kyns tilraunakenndri list ekki vel
tekið heldur var hún iðulega harðlega gagnrýnd, enda á skjön við hina nýju
menningarpólitík.5
Viðtökur aksjónismans í Vín endurspegla þessi viðhorf. Frá byrjun
samstarfsins mátti heyra háværar gagnrýnisraddir jafnt úr hópum valdhafa
3 Svonefnd „fórnarlambskenning“ var opinber afstaða allt þar til Kurt Waldheim
sóttist eftir forsetastólnum árið 1986. Í kjölfar þess að farið var að grafast fyrir um
gjörðir hans á stríðstíma og afhjúpað var að hann starfaði í þýska hernum, upp-
hófust opinberar deilur um sannleiksgildi og réttmæti kenningarinnar. Sjá Klaus
Zeyringer, Österreichische Literatur seit 1945. Überblicke, Einschnitte, Wegmarken,
innsbruck: Studien Verlag, 2008, bls. 49–60.
4 Ekki var þó allri aldamótalist gert jafn hátt undir höfði. Siðspilling dekadensins
þótti ekki viðeigandi sem dæmi um fyrri dýrð og frjóan menningararf Austurrík-
is.
5 Klaus Zeyringer, Österreichische Literatur seit 1945, bls. 50.
SólveiG GuðMundSdóttiR