Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Síða 85
84
Geðlausnarleikur
Hermann Nitsch framkvæmdi aðgerðina Abreaktionsspiel eða Geðlausnarleik
í München árið 1970, ásamt Günter Brus, Hanel Koeck, Franz Kaltenbäck,
Hans Cibulka og fleirum.8 Hér verður greind upptaka af gjörningnum,
sem var kvikmyndaður af irm og Ed Sommer. Tekið skal fram að upp-
takan sýnir ekki alla aðgerðina, kvikmyndin er svarthvít og varir í sjö
mínútur en gjörningurinn varði upprunalega í um tvær klukkustundir.
Eins og gefur að skilja takmarkar þetta sjónarhorn áhorfandans við sýn og
klippingu kvikmyndargerðafólksins, en auk þess er vert að benda á ólíka
virkni kvikmyndamiðilsins samanborið við upplifun sjálfs gjörningsins.9
Verkið er rammað inn sem helgisiður og er lýsandi dæmi um djarfa og
ágenga listsköpun aksjónistanna. Til að öðlast betri skilning á þeim sterku
viðbrögðum sem gjörningurinn vakti er gagnlegt að greina lauslega frá
atburðarásinni eins og hún birtist í kvikmyndaðri útgáfu aðgerðarinnar. Í
upphafi verksins sést hvar bundið er fyrir augun á liggjandi, hvítklæddum
karlmanni, Kaltenbäck. Nitsch, einnig hvítklæddur, sést undirbúa rýmið;
hann leggur frá sér sykurmola og málar hvíta línu á gólfið. Kaltenbäck
liggur á dýnu, Nitsch heldur bikar upp að vörum hans og gefur honum
blóð að drekka. Þá má sjá Koeck liggja á gólfinu með hvítt lak undir sér og
Nitsch klæðir hana úr svörtu pilsi. innan undir er hún í hvítum nærfatnaði,
sokkaböndum og sokkum. Nitsch fyllir nærbuxur hennar af dýrainnyflum
og klippir síðan utan af henni nærbuxurnar, að því loknu er meira blóði
hellt yfir hana. Næsta skot, sem er nærmynd af neðri hluta líkama Koeck,
sýnir hendur halda utan um knippi af líffærum og innyflum, sem eru bund-
in saman, m.a. með görnum eða þörmum. Flykkinu er þrýst endurtekið að
klofi Koeck, líkt og í samförum. Líffærum og blóði er makað yfir maga
hennar og klof.
Lambsskrokkur sést strengdur upp, höfuðið vísar niður og framlapp-
irnar eru bundnar saman. Tvö meginop eru á skrokknum: risavaxið kvið-
gat og lítið síðusár. Fyrst sést stutt skot af síðusári lambsins og síðan sjást
tveir menn halda kviðgatinu opnu á meðan sá þriðji treður innyflum og
líffærum inní það, sýnt er hvernig hluti af því lekur út um síðusárið. Nitsch
kastar fötu af blóði á lambsskrokkinn, tekur líffæri og innyfli af gólfinu og
treður þeim aftur í skrokkinn. Að því loknu dregur Nitsch hring utan um
8 Verkið er 32. aðgerð og sjöundi geðlausnarleikur Nitsch.
9 Kvikmyndina má finna á youtube: https://www.youtube.com/watch?v=ns2p-
FGF6qs&bpctr=1465287673. Sótt 9. febrúar 2017.
SólveiG GuðMundSdóttiR