Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Side 87
86
var helgimyndabrot nýtt sem listræn aðferð innan framúrstefnunnar og
beindist þá ekki endilega að trúarbrögðum heldur oft að listhefðinni og
stofnunum hennar.11 Helgimyndabrot aksjónistanna eru yfirgripsmikil og
beinast ekki eingöngu gegn listhefðum eða ríkinu, heldur einnig gegn
kaþólsku kirkjunni. Þetta kemur skýrt fram í Abreaktionsspiel, þar sem allra
heilögustu viðburðir og tákn kirkjunnar, þ.á m. krossinn og heilagt sakra-
menti, eru vanhelguð – hér er því um að ræða gjörning í formi helgisiðar
sem felur um leið í sér helgimyndabrot. Kveikjur að helgimyndabroti geta
verið margþættar, í tilviki aksjónistanna er í senn sóst eftir að vekja umtal
og eftirtekt, að ögra og að brjóta niður ímynd sem er talin táknræn fyrir
hvers kyns kúgun eða harðstjórn. Framkvæmd slíkra helgimyndabrota tók
á sig ýmsar myndir í aðgerðum þeirra, en klámið var eitt af þeim verkfær-
um sem aksjónistar beittu til að storka hefðum og velsæmi.
Orðræða klámsins
Í Abreaktionsspiel má greina skýrar tengingar við klámefni, sem koma m.a.
fram í endurteknum nærmyndum af sköpum Koeck, samförum með hjálp
gervigetnaðarlims og tilvísun í munnmök þegar Nitsch liggur með höf-
uðið þétt upp við sköp Koeck. Ekki er alltaf auðvelt að henda reiður á hvað
skuli túlka sem klám, enda er skilgreining á hugtakinu og hugmyndir um
hvað tilheyri því mismunandi eftir samfélögum og tímaskeiði, svo ekki sé
minnst á einstaklingsbundna upplifun og viðtökur. Fyrir vikið er vand-
kvæðum bundið að njörva hugtakið klám niður. Þessi skilgreiningarvandi
klámsins er að mörgu leyti viðtekinn innan fræðanna,12 þó að vissulega séu
fjölmargar skilgreiningar á kreiki, sem miðast þá við nálgun eða afstöðu
fræðimannsins.13 Slíkar skýringar reyna alla jafna að festa niður ákveðin
11 Boris Groys telur víst að mestöll nútímalist hafi verið sköpuð í krafti helgimynda-
brots, sjá Boris Groys, Art Power, Cambridge og London: MiT, 2008, bls. 48.
12 Greinargóða umfjöllun um klám og þann skilgreiningarvanda sem hér er vik-
ið að má finna í hefti Ritsins um klám (2/2016), sjá hér einkum Guðrún Elsa
Bragadóttir og Kristín Svava Tómasdóttir, „Klám í hugvísindum“, bls. 3–7; Þor-
steinn Vilhjálmsson, „Þrjú skref í átt að tilurð klámsins“, bls. 9–32. Sjá einnig Lisa
Andergassen, „Verhandlungssachen. Pornographie als durchlässige Kategorie“,
Explizit! Neue Perspektiven zu Pornografie und Gesellschaft, ritstj. Lisa Andergassen,
Till Claassen, Katja Grawinkel og Anika Meier, Berlín: Bertz+Fischer, 2014, bls.
7–18.
13 Ólík dæmi um þetta má m.a. finna hjá Lindu Williams, sem rannsakar klámmyndir
sem kvikmyndagrein, og hjá femínistum sem viðriðnir voru PorNo hreyfinguna
(þ.á m. Andrea Dworkin og Catharine MacKinnon) og skilgreina klám út frá
SólveiG GuðMundSdóttiR