Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Qupperneq 90
89
helgi eða hvers kyns óskráðar siða- eða hegðunarreglur þjóðfélagsins. Þess
konar misgerðir eru þó tvíbentar að því leyti að þær styrkja ætíð mörkin
sem eru rofin, þar sem markarofið „auglýsir og jafnvel lofar“ þau boð eða
bönn sem það brýtur.20 Aksjónistarnir litu á markarof sem andófstæki gegn
óhóflegri íhaldssemi austurríska ríkisins og sem forsendu menningarlegr-
ar umbyltingar. Markarjúfandi athafnir þeirra takmörkuðust ekki við til-
tekna kynhneigð eða kynhegðun, því í þeim birtist samkynhneigð bæði
á milli manna og kvenna, gagnkynhneigð, kynsvall, sjálfsfróun, kvalalosti
og sjálfspyntingarhvöt. Kynferðislegt hátterni af þessu tagi var á skjön
við gildi hins rammkaþólska austurríska þjóðfélags. Aksjónistarnir nýttu
sér auk þess utanaðkomandi efni í gjörningum sínum – þ.á m. matvæli,
dýrablóð, -skrokka og -innyfli, líkamsvessa: þvag, saur – en einnig marg-
víslega og óvænta hluti sem voru notaðir á kynferðislegan hátt: gervigetn-
aðarlimur, slöngur, blöðrur, handtaska o.s.frv.
Verk aksjónistanna voru ítrekað stimpluð sem klám eða ósómi og þeir
jafnvel kærðir og dæmdir fyrir verk sín.21 Í tilviki Abreaktionsspiel fór orð-
spor Nitsch á undan honum og lögreglan fjölmennti á svæðið til að koma
í veg fyrir aðgerðina. Áhorfendum og nokkrum meðleikurum í aðgerðinni
var meinaður aðgangur að galleríinu og var um tíma óvíst hvort nokkuð
yrði af gjörningnum.22 Skipunin kom frá ráðuneyti í München sem beitti
sér fyrir opinberu öryggi og reglu, en máli sínu til stuðnings vísuðu þeir til
nýliðinna atburða í Braunschweig23 og til „siðvendni og réttlætiskenndar
allra þeirra sem eru sanngjarnir og réttsýnir í hugsun!“24 Þrátt fyrir sýn-
ingarbannið var gjörningurinn framkvæmdur daginn eftir. Nitsch leit ekki
20 Chris Jenks, Transgression, London og New York: Routledge, 2003, bls. 2.
21 Mörg dæmi eru um lögregluinngrip sem enduðu jafnvel með ákæru og dómi. Þetta
á einnig við um útgáfu á verkum aksjónistanna, en Peter Weibel og listakonan
VALiE EXPORT voru m.a. kærð og dæmd fyrir útgáfu á klámi eftir að hafa gefið
út wien. bildkompendium wiener aktionismus und film (1970), yfirlitsverk um aksjón-
ismann í Vín.
22 Hermann Nitsch, Das Orgien Mysterien Theater, 1979, bls. 248
23 Eftir að Otto Muehl framkvæmdi aðgerðina „Oh Tannenbaum“ í Braunschweig,
þann 17. desember 1969, var því mótmælt með því að safna í undirskriftarlista
undir yfirskriftinni „Nie wieder Verletzung der menschlichen Würde!“ (Aldrei
aftur brot á mannlegri virðingu!) en 17.801 undirskrift safnaðist. Peter Gorsen,
Sexualästhetik. Zur bürgerlichen Rezeption von Obzönität und Pornographie, Hamburg:
Rowohlt, 1972, bls. 178–179.
24 Hér vitnað eftir Alexander von Bormann, „O-M Theater. Das „seinsmystische
Fest“ des Hermann Nitsch“, Die Zeit, 27. nóvember 1970, sótt 25. janúar 2017 af
http://www.zeit.de/1970/48/o-m-theater.
ÓSiðLEGiR GJÖRNiNGAR OG RÓTTÆKAR LAUNHELGAR