Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 95
94
ast saman við aðrar orðræður.40 Sá skilningur á dulspeki sem hér liggur
til grundvallar er fenginn úr nýlegum fræðum sem einblína á dulspeki
sem þekkingarbundna orðræðu er gegnir veigamiklu hlutverki í menn-
ingu nútímans.41 Líkt og Andreas B. Kilcher hefur bent á er ekki hægt
að skilgreina dulspeki á hlutlausan hátt, heldur er hún „breytileg afurð
orðræðna og túlkana“.42 Lögð er áhersla á að dulspeki verði „ekki lýst frá
kennilegu sjónarhorni sem óbreytanlegu og sérstæðu fyrirbrigði, heldur
verðum við að líta á hana út frá virkni, sem síkvika og félagslega mótun og
túlkun“ eða réttara sagt, sem „afurð tiltekinnar þekkingarmenningar“.43
Þar með er litið á dulspeki sem „þekkingarfræðilegt fyrirbrigði“ er hægt sé
að lýsa „frá sjónarhorni sagnfræði, félagsfræði og kenninga um vísindi“.44
Hafa ber í huga að þekking dulspekinnar stendur ekki í andstæðu við,
heldur í „díalekt ísku sambandi“ við aðra þekkingu.45 Áhrif dulspekinnar
koma þannig úr mörgum, ólíkum áttum og eru samofin menningunni, en
dulspekin getur birst á margvíslegan hátt, til að mynda í fagurfræðileg-
um kenningum eða pólitískri orðræðu. Orðræða dulspekinnar skarast við
aðrar orðræður, en hér í framhaldinu verður einblínt á hin flóknu gagn-
kvæmu tengsl á milli dulspeki og kláms.
40 Sjá m.a. Veit Loers (ritstj.), Okkultismus und Avantgarde. Von Munch bis Mondrian
1900–1915, Ostfildern: Tertium, 1995; Tessel Bauduin, Surrealism and the Occult.
Occultism and Western Esotericism in the Work and Movement of André Breton,
Amsterdam: Amsterdam University Press, 2014; Benedikt Hjartarson, Visionen
des Neuen. Eine diskurshistorische Analyse des frühen avantgardistis chen Manifests,
Heidelberg: Winter, 2013; Linda D. Henderson, The Fourth Dimension and Non-
Euclidean Geometry in Modern Art, Princeton: Princeton University Press, 1983;
Sami Sjöberg, The Vanguard Messiah. Lettrism between Jewish Mysticism and the
Avant-Garde, Berlín og Boston: De Gruyter, 2015.
41 Sjá t.a.m. Kocku von Stuckrad, Was ist Esoterik? Kleine Geschichte des geheimen
Wissens, München: Beck, 2004.
42 Andreas B. Kilcher, „Seven Epistemological Theses on Esotericism. Upon the
Occasion of the 10th Anniversary of the Amsterdam Chair“, Hermes in the Academy.
Ten Years Study of Western Esotericism at the University of Amsterdam, ritstj. Wouter J.
Hanegraaff og Joyce Pijnenburg, Amsterdam: Amsterdam University Press, 2009,
bls. 143–148. Hér og í framhaldinu er vitnað í íslenska þýðingu á grein Kilchers
sem birtist annars staðar í þessu hefti Ritsins: Andreas B. Kilcher, „Sjö þekking-
arfræðilegar tilgátur um dulspeki. Í tilefni af tíu ára afmæli prófessorsstöðunnar í
Amsterdam“, þýð. Benedikt Hjartarson, Ritið 1/2017, bls. 175–178, hér bls. 178.
43 Sama rit, bls. 180.
44 Sama rit, bls. 179.
45 Sama rit, bls. 179.
SólveiG GuðMundSdóttiR