Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Síða 96
95
Áður en vikið er að klámi er gagnlegt að kanna nánar þann þráð sem
liggur á milli kynlífs og dulspeki. Slíkar tengingar eiga sér langa sögu
innan vestrænnar menningar og kynferði, kynlíf og líkaminn þjóna veiga-
miklum tilgangi í táknheimi og hefðum dulspekinnar. Hugh Urban hefur
staðhæft að „kynlíf, galdur og leyndardómar“ séu samofin í hinu „vestræna
ímyndunarafli“, nefnir hann sem dæmi ásakanir um „afbrigðilegar kyn-
ferðislegar athafnir“ á hendur gnóstíkum, kaþörum og musterisriddurum,
að ógleymdum nornum, á mismunandi tímabilum.46 Margbreytilegt sam-
band dulspeki og kynlífs hefur lítið verið rannsakað en nýleg rit á borð við
Hidden Intercourse. Eros and Sexuality in the History of Western Esotericism
(2008) sækjast eftir að byrja að fylla í slíkar rannsóknarglufur.47 Þræðirnir
sem liggja á milli kynlífs og dulspeki koma einna skýrast fram í svonefndum
kynlífsgaldri. Kynlífsgaldur er afbrigði af galdri og helgisiðum sem hverf-
ist um kynferðislegar athafnir og hefur verið stundaður af sundurleitum
hópum eða einstaklingum í tengslum við ólíkar kennisetningar og hefðir.48
Samskonar helgisiðir hafa oftast nær andlegan tilgang á borð við útvíkkun
vitundar, þótt einnig megi finna dæmi um framkvæmd kynlífsgaldurs til
að öðlast veraldleg gæði.49 Athafnirnar geta verið af ólíkum toga, til að
mynda í formi samfara, en sömuleiðis er að finna helgisiði án hefðbund-
ins gagnkynhneigðs samræðis, sem snúast til að mynda um sjálfsfróun eða
endaþarmsmök, en hverskyns samræði og fullnæging eru talin fær um að
leysa úr læðingi kynngimagn. Kynlífsgaldur á rætur sínar að rekja til nítj-
ándu aldar, en Urban fullyrðir að það sé einmitt ris nýrra vísinda um kynlíf
og kynferði sem útskýri vaxandi áhuga á kynlífsgaldri á þessum tíma, auk
46 Hugh B. Urban, Magia Sexualis. Sex, Magic, and Liberation in Modern Western
Esotericism, Los Angeles: University of California Press, 2006, bls. 21.
47 Jeffrey J. Kripal og Wouter J. Hanegraaff (ritstj.), Hidden Intercourse. Eros and
Sexuality in the History of Western Esotericism, Leiden: Brill, 2008. Greinasafnið
inniheldur m.a. skrif um dulræna erótík Marsilios Ficino og Giordanos Bruno,
kyngert myndmál í alkemíu, nornir, kynlífsgaldur og tantra, en fjölbreytni viðfangs-
efnanna varpar ljósi á hversu umfangsmikið og fjölskrúðugt rannsóknarsviðið er.
48 Til að nefna örfá dæmi um þá hópa eða einstaklinga sem skrifuðu um eða
stunduðu kynlífsgaldra: Paschal Beverly Randolph (1825–1875), Aleister Crowley
(1875–1947), Maria de Naglowska (1883–1936), Gerald Gardner (1884–1964) og
dulspekihreyfingarnar Ordo Templis Orientis og Fraternitas Saturni. Sjá Hugh. B.
Urban, Magia Sexualis og Hans Thomas Hakl, „The Theory and Practice of Sexual
Magic, Exemplified by Four Magical Groups in the Early Twentieth Century“,
Hidden Intercourse, bls. 445–478.
49 Sem dæmi má nefna tilraunir Aleisters Crowley til að auðgast með hjálp helgisiða.
Sjá Hugh B. Urban, Magia Sexualis, bls. 122.
ÓSiðLEGiR GJÖRNiNGAR OG RÓTTÆKAR LAUNHELGAR