Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 97
96
þess sem þetta sé nátengt „útbreiðslu lífvaldsins“, en lífvald er hugtak frá
Michael Foucault sem lýsir stýringu á líkömum.50 Kynlífsgaldur er þannig
nútímalegt fyrirbrigði, viðbragð við menningu nútímans.
Þótt hér sé fyrst og fremst rætt um kynlíf er klámið ekki langt undan.
Kynlífið sem birtist í dulspeki er gjarnan túlkað sem afbrigðilegt, enda
rúmast þær kynlífsathafnir sem stundaðar eru innan helgisiða ekki allar
í hinu staðlaða gagnkynhneigða mengi. Ímyndunarafl almennings hefur
löngum flokkað það með klámi eða öðru „óheilbrigðu“ kynlífi, er liggi
fyrir utan mörk siðsemi. Klámiðnaðurinn hefur auk þess tekið dulspekina
upp á arma sína eins og sjá má á klámmyndum á borð við Sex Ritual of the
Occult (1970), Devil’s Due (1973) og Suburban Satanist (1974) og í klám-
tímaritum sjöunda og áttunda áratugarins á borð við Bitchcraft, Sextrology,
Black Magic, Witches and Bitches og Satana, þar sem finna má klámgerða
helgisiði og léttklæddar nornir og hofgyðjur.51 Margbrotið samband kláms
og dulspeki er eftirtektarvert í aksjónismanum, en þar er m.a. sótt í kyn-
lífsgaldur, austrænar hefðir, alkemíu og satanisma. Í úttekt Nitsch á sögu
aðgerðanna kemur umfangsmikið hlutverk dulspekinnar innan listhópsins
bersýnilega fram, en hann nefnir m.a. dulhyggju, gullgerðarlist, sértrúar-
flokka og svarta messu sem hluta af „þróunarsögu aðgerðanna“.52 Þannig
birtist orðræða dulspekinnar með augljósum hætti í gjörningum og skrif-
um aksjónistanna og er upptalningin hér að framan ekki tæmandi. Í þágu
greiningar á Abreaktionsspiel er gagnlegt að beina sjónum nánar að sat-
anisma, og að hluta til að kynlífsgaldri, en þessir straumar skarast víða.
Satanískir gjörningar og kynlífsgaldur
Trúarbrögð, dulspeki og kynferði eru samtvinnuð í fagurfræði og list
Nitsch, þau mynda kjarnann í Orgien Mysterien leikhúsi hans og koma
ótvírætt fram í Abreaktionsspiel. Nitsch sækir í miklum mæli í kaþólska
50 Sama rit, bls. 8. Lífvald lýsir stýringu og eftirliti ríkisins með líkömum, einkum
í gegnum kynlíf og kynferði, þar sem þekkingu á þessum sviðum er beitt sem
stjórnunartæki yfir líkömum til þess að stuðla að aukinni framleiðslu og vexti kerf-
isins. Sjá Michel Foucault, History of Sexuality, 1. bindi, þýð. Robert Hurley, New
York: Pantheon, 1978, bls. 139–146; Hubert L. Dreyfus og Paul Rabinow, Michel
Foucault. Beyond Structuralism and Hermeneutics, Chicago: University of Chicago
Press, 1983, bls. 133–142.
51 Sjá t.a.m. Satanic Sickies Box Set 1&2, Alpha Blue, 2004 og 2006. Safnið inniheldur
klámmyndir frá áttunda áratugnum sem einkennast af dulspekilegum stefjum.
52 Hermann Nitsch, „Versuche zur Geschichte der Aktion“, Das Orgien Mysterien
Theater, 1990, bls. 44–68, hér bls. 54–56.
SólveiG GuðMundSdóttiR