Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 98
97
hefð, endurútfærir og afskræmir helgisiði kaþólsku kirkjunnar og not-
ast við helga táknmuni þeirra á þann hátt að telja má til vanhelgunar eða
helgimyndabrots.53 Í Abreaktionsspiel kemur Nitsch fram í messuklæðum
og framkvæmir afbakað altarissakramenti þegar hann gefur Koeck og
Kaltenbäck að drekka úr bikar fullum af blóði, þar sem dýrablóð kemur
í stað messuvíns og blóðs Krists. Krossfesting Jesú er skrumskæld með
meðferð Koeck á krossinum og uppstrengdu lambinu. Andóf gagnvart
kaþólsku kirkjunni gegnir hér lykilhlutverki, en ádeila á kennivald kirkj-
unnar var algeng í hópum listamanna og rithöfunda á eftirstríðsárunum.54
Aðfinnslur af þessu tagi voru oftast nær samofnar annarri samfélagslegri
gagnrýni líkt og sjá má hjá aksjónistunum. Þetta neikvæða viðhorf var að
miklu leyti til komið vegna gagnrýnisleysis og athafnaleysis kaþólsku kirkj-
unnar á stríðstímanum, en kaþólska kirkjan var „að hluta til bandamaður
innan kerfis NS-alræðisstjórnarinnar“ og átti sinn þátt í að „halda kerfinu
í jafnvægi“.55 Engu að síður var staða kirkjunnar styrk á eftirstríðsárunum,
að því leyti að kaþólsk gildi voru aftur höfð í hávegum og kirkjuaðsókn
jókst eftir hörmungar seinni heimsstyrjaldarinnar.56 Að auki leituðu marg-
ir nasistar náðar hjá kaþólsku kirkjunni og létu skíra börn sín þar. Hér
kemur skorturinn á uppgjöri eftir stríðslok greinilega í ljós, en kirkjan
tók sjálf undir fórnarlambskenninguna og vék sér undan ábyrgð.57 Það
var slíkt framferði og viðhorf sem kynti undir róttækni og andkirkjulegri
afstöðu aksjónistanna.
Vanhelgun Nitsch fléttast saman við hið kynferðislega þegar hann
stillir trúarbrögðum og kynferði andspænis hvort öðru. Í textanum „Die
Realisation des O.M. Theaters“ (Framkvæmd O.M.-leikhússins, 1973)
útfærir hann þennan samanburð á hinu trúarlega og kynferðislega og
dregur upp skýringarmynd þar sem kristin tákn eru sett við hliðina á kyn-
53 Nitsch vísar að auki í eldri trúarhefðir, til að mynda Díónysusar-tilbeiðslu og
trúariðkun annarra söfnuða, en hér gefst því miður ekki rými til að útlista þær
tengingar. Sjá Ekkehard Stärk, Hermann Nitsch’s „Orgien Mysterien Theater“ und
die „Hysterie der Griechen“. Quellen und Traditionen im Wiener Antikenbild seit 1900,
München: Wilhelm Fink, 1987.
54 Sjá Pia Janke (ritstj.), Ritual, Macht, Blasphemie. Kunst und Katholizismus in Österreich
seit 1945, Vín: Praesens, 2010.
55 Ernst Hanisch, „Kirche im Widerstand? Die Auseinandersetzung der katholischen
Kirche in Österreich mit dem Nationalsozialismus nach 1945“, Kirchliche Zeit-
geschichte 1/1989, bls. 158–165, hér bls. 160.
56 Sama rit, bls. 158.
57 Sama rit, bls. 159–160.
ÓSiðLEGiR GJÖRNiNGAR OG RÓTTÆKAR LAUNHELGAR