Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Síða 99
98
ferðislegum og kynjuðum samsvörunum þeirra.58 Í upptalningunni er m.a.
að finna altarissakramentið eða brauð (oblátur) og (messu)vín, sem tákna
„líkama og blóð guðs“, en Nitsch stillir þessum táknum upp sem hliðstæð-
um tíðablóðs, sæðis og munnvatns. Líkami guðs verður að sæði manns-
ins og blóð hans að tíðablóði og slefi, á meðan blóð og hold á kaþólska
ásnum breytist í varalit og skapabarma á kynferðisásnum. Jafnframt verður
„BLÓð og VATN úr síðusári“ að „tíðablóði og blæðandi kvensköpum“.59
Hér er vísað í síðusár Krists, sem er þýðingarmikið leiðarstef hjá Nitsch.
Hann málar það gjarnan, með lit, blóði eða varalit, á þátttakendur í gjörn-
ingum sínum og ristir það á lambaskrokka, sem hann strengir upp eða
krossfestir líkt og sjá má í Abreaktionsspiel.
Nitsch sér síðusárið í senn sem táknrænt og kynferðislegt og þessi
afstaða endurspeglast í kynferðislegu og nautnalegu orðalagi hans:
Frelsandi gjörð þess að stinga í líkamann (í þetta skiptið án getnaðar-
fulls fallísks symbólisma) verður að framkvæma sem sterka og kyn-
ferðislega athöfn. Beittum hlut er stungið (inn) í mjúkt, lítilsháttar
sært hold mannslíkama, beittur oddur spjótsins rífur skinnið, sker
sér leið inn í hörundið og rennur síðan inn í mjúkt hold.60
Ofbeldi er hér gert munúðarfullt, lýsingin á stungunni er kynferðisleg og
kallar fram mynd af samförum. Viðnám holdsins táknar meyjarhaftið og
hvernig spjótið brýst í gegnum húðina er fyrir bragðið jafngildi þess að
rjúfa það. Valdbeitinguna sem fylgir því þegar hið fallíska spjót ryðst inn í
líkamann má lesa sem nauðgun. Nitsch undirstrikar sjálfur kynferðislega
hlaðið myndmálið og dregur þar með skýra hliðstæðu á milli spjótsins
og limsins, þó að hann dragi úr „getnaðarfullum fallískum symbólisma“
í þessu textabroti, sem ýjar að því að getnaður eigi ekki að vera afleiðing
stungunnar eða innsetningar limsins. Í Abreaktionsspiel má glögglega sjá
samskonar tengsl síðusársins við hið kynferðislega. Síðusárið á lambinu
minnir á leggangaop og ýtt er undir slík hughrif með hliðskipun Koeck og
lambsins, til að mynda með notkun á dýrainnyflum sem er troðið inn og
út um sárið á lambsskrokknum, en þegar kemur að Koeck er innyflunum
smurt yfir kynfærasvæðið. Að auki má sjá hliðstæðuna á milli blæðandi
58 Hermann Nitsch, „Die Realisation des O.M. Theaters“, Das Orgien Mysterien
Theater, 1990, bls. 69–101, hér bls. 78–79.
59 Sama rit, bls. 78.
60 Hermann Nitsch, „On the Symbolism of the Side-Wound“, Orgien Mysterien
Theater, Darmstadt: März Verlag, 1969, bls. 78–82, hér bls. 81.
SólveiG GuðMundSdóttiR