Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Qupperneq 101
100
ure).67 Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þeim mun sem er á „orðræðu
um satanisma“ og „satanískri orðræðu“, en þær hugmyndir um Satan og
satanisma sem hafa blómstrað í vestrænni menningu og iðkun satanista eru
ekki eitt og hið sama.68
Nitsch vinnur að mestu með goðsögn svörtu messunnar, sem hefur
verið skilgreind sem „afbökun á kristinni messu í galdratengdum eða
djöful legum tilgangi“.69 Svarta messan á sér margar ásjónur og getur inni-
haldið umsnúning á kaþólskri messu eða hluta hennar, til að mynda marg-
víslega meðhöndlun á altarissakramentinu eins og að skipta út vígðu vatni
eða víni fyrir þvag eða blóð. Á sama hátt á sér oft stað vanhelgun á kross-
inum, hvort sem um ræðir að hvolfa honum eða skyrpa á hann. Jafnframt
er svarta messan nátengd hinu kynferðislega, en í ímyndunarafli almenn-
ings hefur satanismi jafnan verið tengdur við kynferðislegt óeðli, mann-
fórnir og allskyns öfuguggahátt. Kynferði og kynlíf eru áberandi stef innan
satanisma, líkt og sjá má af ástundun helgisiða er fella má undir kynlífs-
galdur.70 Nitsch tengir svörtu messuna við kynferðislega helgisiði, en það
sem gjörningar aksjónista nýta sér úr hefð svörtu messunnar er „að allar
athafnir eigi sér raunverulega stað, að maður nýti sér aðgerðafagurfræði
sem innlimar hið kynferðislega milliliðalaust og hrindir af stað útmældum
leik með erótískum og heilögum táknum.“71 Slíkt samspil má augljóslega
finna í Abreaktionsspiel, auk svívirðingar á hinum ýmsu kristnu táknum og
athöfnum, sem hnykkir á tengslunum við svörtu messuna.
67 Asbjørn Dyrendal, James R. Lewis og Jesper Aagaard Petersen, The Invention
of Satan ism, New York: Oxford University Press, 2016, bls. 3. Hugtakið „cultic
milieu“ er fengið frá Colin Campbell og lýsir því hvernig félagslegt umhverfi
skapar skilyrði fyrir mótun trúarreglna. Sjá Colin Campbell, „The Cult, the Cultic
Milieu and Secularization“, A Sociological Yearbook of Religion in Britain, 5. árg., ritstj.
Michael Hill , London: SCM, 1972, bls. 119–136. Orðið dulmenning (e. occulture)
skeytir saman hugtökunum dulspeki (occultism) og menning (culture). Hugtakið er
runnið undan rifjum Christophers Partridge og er ætlað að lýsa „hinu nýja andlega
andrúmslofti á Vesturlöndum“. Sjá Christopher Partridge, The Re-Enchantment
of the West, 2. bindi: Alternative Spiritualities, Sacralization, Popular Culture, and
Occulture, London og New York: T&T Clark international, 2005, bls. 2.
68 Per Faxneld og Jesper Aagaard Petersen, „introduction. At the Devil’s Crossroads“,
The Devil’s Party. Satanism in Modernity, ritstj. Per Faxneld og Jesper Aagaard Pet-
ersen, Oxford og New York: Oxford University Press, 2013, bls. 4–18, hér bls. 4.
69 Rosemary Ellen Guiley, „Black Mass“, The Encyclopedia of Magic and Alchemy, New
York: Facts On File, 2006, bls. 38–39, hér bls. 38.
70 Um sataníska helgisiði LaVeys, sjá t.a.m. Anton Szandor LaVey, The Satanic Bible,
New York: Avon Books, 2005, bls 129–140.
71 Hermann Nitsch, „Versuche zur Geschichte der Aktion“, bls. 56.
SólveiG GuðMundSdóttiR