Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Qupperneq 106
105
taumlausri orku og algleymi svallsins. Það vísar til lífhyggju, sem gegnir
veigamiklu hlutverki í samflæði hins kynferðislega og dulræna í verkum
aksjónistanna. Lífhyggju Nitsch má m.a. rekja til Díónysusar-dýrkunar og
skrifa Friedrichs Nietzsche,87 en hún er einnig að hluta til sprottin úr sál-
greiningunni, sem gegnir þýðingarmiklu hlutverki innan hreyfingarinnar
og kemur fram í beitingu hugtaka á borð við geðlausn og geðhreinsun.
Í skrifum Nitsch um fyrsta geðlausnarleikinn má greina djúpstæð tengsl
sálgreiningar og lífhyggju innan táknheims hans, þannig fullyrðir Nitsch
m.a. að „hið díónýsíska“ sé „annað orð yfir geðlausnarþrá.“88 Annað dæmi
um samþættingu sálgreiningar og lífhyggju innan aksjónismans eru sterk
áhrif Wilhelms Reich. Fræði Reichs eiga rætur að rekja til lífhyggju, en
hann trúði á tilvist kynferðislegrar orku sem hann nefndi orgone-orkuna.
Þessi orka var ekki takmörkuð við manninn heldur var hún samkvæmt
Reich ævaforn alheimsorka: „Það virðist fyrirfinnast eitt höfuðlögmál sem
stýrir heildarlífverunni, auk þess að stýra sjálfvirkum líffærum hennar
[…]. Fullnægingarformúlan birtist af þeim sökum sem lífsformúlan sjálf. […]
[K]ynferðislegt ferli er frjósamt líffræðilegt ferli í sjálfu sér, [sem kemur
fram] í getnaði, vinnu, gleðilegu líferni, vitsmunalegri framleiðslu,
o.s.frv.“89 Að mati Reichs er það kynferðið sem liggur til grundvallar öllu
lífi og starfi mannsins. Á sama hátt var hann sannfærður um orku og heil-
unarmátt fullnægingarinnar, en orgone-orkan losnar þó ekki eingöngu úr
læðingi við kynlíf heldur er hún drifafl alheimsins. Heimurinn geymir
ekkert „autt rými“ eða „tómarúm“, orgone-orkan „er hvarvetna til staðar“
og „smýgur í gegnum allt“, hún „myndar órofa samfellu“.90
Ámóta hugmyndir um alltumliggjandi lífsafl er að finna í lífhyggjunni,
en hún er hluti af heimspekilegri andrökhyggju sem blómstraði á nítjándu
öld og í upphafi þeirrar tuttugustu og lagði áherslu á upplifun mannsins,
innsæi og vitund. Áhrifavaldar Reichs eru til að mynda Henri Bergson
og kenning hans um „élan vital“ eða lífsþrótt, sem gekk út á að til væri
lífsafl sem væri drifkraftur alls lífs og þróunar. Slík „skapandi þróun“ birt-
87 Hér ber helst að nefna umfjöllun Nietzsches um hið apolloníska og díónýsíska sem
tvær hliðar tilverunnar í ritinu Die Geburt der Tragödie aus dem Geiste der Musik
(Fæðing harmleiksins úr anda tónlistarinnar, 1872).
88 Hermann Nitsch, „1. Abreaktionsspiel“, Orgien Mysterien Theater, 1969, bls.
101.
89 Wilhelm Reich, Selected Writings. An Introduction to Orgonomy, New York: Farrar,
Straus and Giroux, 1973, bls. 185.
90 Wilhelm Reich, Ether, God and Devil / Cosmic Superimposition, New York: Farrar,
Straus and Giroux, 1973, bls. 142 og 145.
ÓSiðLEGiR GJÖRNiNGAR OG RÓTTÆKAR LAUNHELGAR