Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Qupperneq 109
108
„vitund ekki ástand heldur ferli“.101 Hamrað er á áhrifum Reichs á komm-
únuna í hvívetna, en Muehl segir að skrif Reichs hafi gert honum kleift að
þróa kerfi AAO102 og nefnir hann Reich m.a. „föður djúpstæðrar umbylt-
ingar vitundarinnar“.103
Vert er að nefna sérstaklega hinn félagslega og pólitíska þátt í skrifum
Reichs, en hann tengdi kynferðislega bælingu við pólitíska bælingu og
stríð. Ennfremur taldi hann andleg veikindi og geðflækjur vera til komin
vegna „kynferðislegs glundroða“ samfélagsins, en þessi ringulreið kæmi
m.a. fram í tilvist kláms, vændis og mansals.104 Öfugt við Muehl er Reich
því andvígur klámi en undirstrikar mikilvægi óbældrar og heilbrigðar kyn-
hegðunar og ástar. Andleg heilsa er samkvæmt honum undir fullnæging-
unni og ástinni komin. Í stefnuyfirlýsingu AAO má finna enduróm af þess-
um kenningum Reichs, en þar segir Muehl að kynferðisleg bæling orsaki
„kynferðislegan glundroða“ sem leiði meðal annars til vændis og kyn-
sjúkdóma.105 Slíkar hugmyndir um samþættingu kynferðislegs, andlegs,
pólitísks og sálfræðilegs frelsis er einnig að finna víða í kynlífsgaldri, en
rétt eins og hjá Reich er kynferðislegt frelsi oft talið vera skilyrði frelsis á
öðrum sviðum.
Niðurlag
Í Abreaktionsspiel er að finna margslunginn vef ólíkra orðræðna, en auk
kláms og dulspeki má þar nefna kaþólskt helgihald, sálgreiningu og líf-
hyggju. Orðræðurnar gegna misjöfnu hlutverki innan fagurfræðilegs verk-
efnis aksjónismans. Fyrst ber að nefna klámið sem aksjónistarnir beita í
andófi sínu gegn borgaralegu velsæmi, en skýrt dæmi um slíka beitingu
má sjá í skrifum Muehls og í Abreaktionsspiel. Í gjörningnum tekur það á
sig mynd hispurslausra kynferðislegra aðgerða, sem boða frjálst kynferði
og leitast við að birta raunsanna mynd af tilveru mannsins, en fela um
leið í sér beina ögrun við hið afturhaldssama austurríska samfélag og kaþ-
ólsku kirkjuna. Önnur mikilvæg orðræða er dulspekin, sem er einnig nýtt
101 Otto Muehl, „Phylogenetisches und ontogenetisches Bewusstsein“, Otto Muehl.
Leben / Kunst / Werk, bls. 181–182, hér bls 181.
102 Otto Muehl, „Wilhelm Reich und AAO Lebenspraxis“, Otto Muehl. Leben / Kunst
/ Werk, bls. 181.
103 Sama rit, bls. 181.
104 Wilhelm Reich, Ether, God and Devil, bls. 6.
105 Otto Muehl, „Kommunemanifest 1973“, Otto Muehl. Leben / Kunst / Werk, bls.
180.
SólveiG GuðMundSdóttiR