Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Síða 112
111
Ú T D R Á T T U R
Ósiðlegir gjörningar og róttækar launhelgar
Um klám, sataníska tilbeiðslu og lífhyggju
í Abreaktionsspiel Hermanns Nitsch
Í greininni er gjörningur aksjónistans Hermanns Nitsch, Abreaktionsspiel, greind-
ur í þeim tilgangi að rannsaka birtingarmyndir kláms og dulspeki innan verksins
og þá margslungnu orðræðuþræði sem liggja þar á milli. Aðgerð Nitsch er lýs-
andi dæmi um mikilvægt hlutverk orðræðu klámsins innan listarinnar, en með því
að grannskoða klámið samhliða orðræðu dulspekinnar opnast nýtt sjónarhorn á
verkið. Jafnframt er rýnt í orðræður kaþólsks helgihalds, menningarlegs andófs,
sálgreiningar og lífhyggju eins og þær birtast í Abreaktionsspiel og kannað hvaða hlut-
verki þær gegna innan fagurfræðilegs verkefnis og menningarlegs andófs aksjónism-
ans. Notast er við aðferðir sögulegrar orðræðugreiningar og gjörningurinn settur
í menningarlegt samhengi austurrísks samfélags á eftirstríðsárunum, einkum með
það í huga að sýna í hverju ögrun aksjónistanna gagnvart ríkjandi gildum var fólgin.
Aðgerðin dregur fram þann margbrotna og fjölþætta orðræðuvef sem er að finna í
verkum aksjónistanna og þau ólíku hlutverk sem orðræðurnar leika innan andófs
þeirra og fagurfræði.
Lykilorð: Nýframúrstefna, dulspeki, klám, aksjónismi, söguleg orðræðugreining
A B S T R A C T
Indecent Performances and Radical Mysteries
Regarding Pornography, Satanic Worship and Vitalism
in Hermann Nitsch’s Abreaktionsspiel
in the article the performance of Hermann Nitsch, Abreaktionsspiel, is dissected with
the intent to investigate the manifestations of pornography and occultism within
the work as well as the intricate discursive links between them. Nitsch’s action is
a descriptive example of the importance of pornographic discourse in the arts, but
by examining pornography in its interrelation with occult and esoteric discourse a
new perspective unfolds. Furthermore, the discourses of Catholic rituals, cultural
dissidence, psychoanalysis and vitalism are analysed as they appear in Abreaktions-
spiel, and their role within the aesthetic project and cultural dissidence of actionism
is investigated. The approach is based on the methodology of historical discourse
ÓSiðLEGiR GJÖRNiNGAR OG RÓTTÆKAR LAUNHELGAR