Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 114
113
Benedikt Hjartarson
„Magnan af annarlegu viti“
Um strangvísindalega dulspeki Helga Pjeturss
Vanur er eg að vera misskilinn, og
hygg jafnvel, að eg muni vera einn af
misskildustu mönnum á þessari jörð.1
Í Grikklandsárinu eftir Halldór Laxness má finna stuttan kafla með yfir-
skriftinni „Af alheimslíffræði“. Frásögnin af hinum „alskapaða mann-
kynsfræðara“2 Helga Pjeturss er óneitanlega í hópi forvitnilegri lýsinga á
samferðarmönnum í endurminningabókum höfundarins. Í upphafi kaflans
skrifar hann: „Stundum finst höfundi að skruggubúðarmenn, surrealist-
arnir, þó rutlaðir væru, en einkum og sérílagi þraungsýnir ómentaðir og
dálítið heimskir, séu einu mennirnir sem skilið hafa fánýti annála, ef ekki
mist tímaskynið sjálft; að minstakosti haft hugrekki til að neita gildi tím-
ans.“3 Vísunin í verk súrrealismans gegnir annars vegar því hlutverki að
varpa ljósi á gerð endurminningabókar Laxness sjálfs, sem hann kallar
„nokkurskonar falsaðar og þó eiðsvarnar myndir“.4 Hins vegar slær hún
tóninn fyrir lotningarfulla umfjöllunina um mælskulist Helga Pjeturss,
sem „hefur […] á bókum sínum einna fegursta íslensku sem rituð hefur
verið á okkar tíð“.5
1 Helgi Pjeturss, Nýall. Nokkur íslenzk drög til heimsfræði og líffræði, Reykjavík: Bóka-
verzlun Guðmundar Gamalíelssonar, 1919–1922, bls. 174. Ritið kom út í þremur
bindum á árunum 1919, 1920 og 1922 með samfelldu blaðsíðutali og hér er stuðst
við þá útgáfu. Sumar greinanna í ritinu höfðu áður birst í tímaritum, þ.á m. sá texti
sem hér er vitnað í, en hann birtist í Morgunblaðinu 4. júlí 1915.
2 Halldór Laxness, Grikklandsárið, Reykjavík: Helgafell, 1980, bls. 23.
3 Sama rit, bls. 14.
4 Sama rit, bls. 14.
5 Sama rit, bls. 16. Segja má að aðdáunin á stílfimi Helga hafi fylgt skrifum hans frá
upphafi. Þannig fullyrðir Magnús Jónsson í ritdómi um fyrstu tvö bindi Nýals að
„á bókinni [sé] eitthvert lotudrýgsta og þróttmesta íslenskt mál, sem nú er ritað“.
Ritið 1/2017, bls. 113–173