Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 116
115
þannig á einhvern hátt sömu andaktinni, en um leið undirstrikar hann að
þeim sem stígi skrefið til fulls inn í þennan heim óhamins ímyndunarafls
sé voði búinn. „Ég veit vel að ég hef ekki túngu úr höfði Helga Pjeturss;
reyni það ekki einusinni“11 skrifar Laxness og víkur um leið að ástæðum
þess að Helgi fór út af sporinu sem vísindamaður: „[H]ann skrifaði of vel.
Og hann bjó því miður til kosmógóníuna og kosmóbíólógíuna.“12
Í írónískri lýsingu Laxness á harmrænu hlutskipti Helga Pjeturss, efni-
lega vísindamannsins sem leiddist út í dulrænu og sendi frá sér kynngi-
mögnuð en óskiljanleg verk, endurómar rótgróin aðgreining skáldskap-
ar og vísinda. Þegar Helgi tekur skrefið frá náttúruvísindalegum rann-
sóknum yfir á svið heilabrota um líf á öðrum hnöttum gefur hann sig
skáldlegu ímyndunarafli á vald, um leið og hugsun hans slítur sig lausa
úr viðjum vísindalegrar reglufestu. Þannig eru dulspekileg skrif Helga
eignuð rými goðsagna, trúarbragða, hugarflugs og frásagnarlistar og talin
tengjast skáldlegri tjáningu sterkari böndum en vísindastarfi. Afstaðan
sem birtist í skrifum Laxness er ekki einsdæmi. Í ritdómi frá árinu 1919
segir Jakob Jóhannesson Smári það t.a.m. nokkur tíðindi að Helgi hafi
nú horfið „að nokkru frá sinni eiginlegu vísindagrein, jarðfræðinni, sem
hefir þó á sér opinberan stimpil sem „valinkunn sóma–vísindagrein““, en
helgi nú krafta sína „himinspeki“, um leið og hann spáir því að „færðin í
klofsnjó hugsunarleysisins og gegn hríðarveðri andúðarinnar“ muni reyn-
ast Helga örðug.13 Á svipaðan hátt skrifar Jóhannes úr Kötlum að Helgi
hafi með heimsmyndafræði sinni leitað „út í hin hugsmíðuðu draumlönd
geimdjúpsins“, þar sem hingað til „hefir vaxið hinn stórkostlegi myrkviður
trúarbragðanna“, sem „hafa oft flogið æði hátt á vængjum skáldlegs inn-
blásturs og andagiftar“.14
Í þeirri umfjöllun sem fylgir verður aðgreiningin sem hér birtist, í vís-
indi annars vegar en skáldlega tjáningu, hugarflug og andlega strauma
hins vegar, könnuð frá gagnrýnu sjónarhorni og spurt að hvaða marki hún
kunni að takmarka skilning okkar á skrifum Helga. Greiningin afmarkast
í meginatriðum við fyrsta lykilrit Helga sem kenna má við nýalsspeki, safn
greina sem kom út í þremur bindum á árunum 1919–1922 undir heitinu
11 Halldór Laxness, Grikklandsárið, bls. 23.
12 Sama rit, bls. 21.
13 Jakob Jóh[annesson] Smári, „Merkileg bók“, Ísafold, 1. desember 1919, bls. 3–4,
hér bls. 3.
14 Jóhannes úr Kötlum, „Íslenzk heimspeki“, bls. 41.
„MAGNAN AF ANNARLEGU ViTi“