Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Síða 118
117
þekkingar sem aldrei er aðgengilegt með beinum hætti, vísar mælskulist
hér til líkamningar orðræðunnar í texta – mælskulist tekur m.ö.o. til þess
hvernig þekking er mótuð og henni miðlað í tungumáli. Frá sjónarhorni
sögulegrar orðræðugreiningar er ekki litið á dulspeki sem skýrt afmarkað
þekkingarsvið þar sem leitast er við að vinna úr eða viðhalda trúarhug-
myndum fortíðar innan veraldlegrar heimsmyndar nútímans. Dulspeki er
hér öllu heldur skilgreind sem tiltekinn háttur þekkingarframleiðslu, sem
setur mark sitt á ólíka menningarstrauma nútímans og felur í sér margvís-
lega „orðræðubundna miðlun á milli ólíkra sviða evrópskrar menningar,
einkum á milli sviða trúarbragða, náttúruvísinda, heimspeki, bókmennta
og lista“.18 Líkt og Andreas B. Kilcher hefur bent á mótast dulspekileg
þekking nútímans í andstöðu við ríkjandi vísindaþekkingu ekki síður en
viðurkenndar trúarstofnanir eða rétttrúnað og þannig dregur hún „það
sem hverju sinni telst ríkjandi og viðurkennd vísindaþekking langt út yfir
mörk þess sem verður sannreynt á röklegan eða reynslubundinn hátt: inn á
svið trúarbragða, goðsagna og frásagnarlistar (bókmennta)“.19 Þegar horft
er til skáldskaparfræði þekkingar í þessu samhengi er áherslan þó síður
á markvissa beitingu skáldlegrar tækni en á „ófyrirséða fagurfræðilega
„Ósiðlegir gjörningar og róttækar launhelgar“, annars staðar í þessu hefti Ritsins,
bls. 81–112.
18 Kocku von Stuckrad, Was ist Esoterik? Kleine Geschichte des geheimen Wissens, Mün-
chen: Beck, 2004, bls. 20. Hugtakið „dulspeki“ er hér notað í víðri merkingu sem
jafngildi þess sem á erlendum málum er kallað esóterík, en hugtakið hefur fest sig í
sessi sem einskonar yfirhugtak fyrir dulrænar þekkingarhefðir í nýrri alþjóðlegum
rannsóknum. Mikilvægt er að halda í slíkt yfirhugtak, sem í samhengi þessarar
greinar tekur í senn til dulrænna trúarhugmynda og þess sem kalla má óhefðbundin
vísindi eða „hjávísindi“. Íslenskan er rík af hugtökum á þessu sviði og í greininni er
t.d. einnig gripið til hugtaksins „dultrúarhreyfingar“ og lýsingarinnar „trúarlegar
dulspekihugmyndir“ þegar vísað er til hreyfinga eða hugmynda sem byggjast (fyrst
og fremst) á trúarlegum eða andlegum hefðum. Freistandi væri að gera greinarmun
á „dulvísindum“ og „dultrú“ á íslensku til að greina með skipulegum hætti á milli
hugmynda af vísindalegri og trúarlegri rót, en þar með myndi sjónarhornið á flókna
samþættingu trúarlegrar og vísindalegrar þekkingar í dulspeki nútímans glatast.
19 Andreas B. Kilcher, „Seven Epistemological Theses on Esotericism. Upon the
Occasion of the 10th Anniversary of the Amsterdam Chair“, Hermes in the Academy.
Ten Years’ Study of Western Esotericism at the University of Amsterdam, ritstj. Wouter J.
Hanegraaff og Joyce Pijnenburg, Amsterdam: Amsterdam University Press, 2009,
bls. 143–148. Hér og í framhaldinu er vitnað í íslenska þýðingu greinarinnar, sem
birtist annars staðar í þessu hefti Ritsins: „Sjö þekkingarfræðilegar tilgátur um dul-
speki. Í tilefni af tíu ára afmæli prófessorsstöðunnar í Amsterdam“, þýð. Benedikt
Hjartarson, Ritið 1/2017, bls. 175–185, hér bls. 183.
„MAGNAN AF ANNARLEGU ViTi“