Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 121
120
trúarhugmynda sem eru síðari tíma lesendum framandi en voru viðteknar
í orðræðu guðspeki, spíritisma og sálarrannsókna á öndverðri tuttugustu
öld, líkt og t.a.m. þegar vísað er til kenninga Emanuels Swedenborg um
tilsvaranir (lat. correspondentia) eða hugmynda um fjarskynjun (telepatíu) og
firðtal.28 Í öðrum tilvikum er um að ræða hugtakaþýðingar sem ekki hafa
fest sig í sessi, þótt hugmyndirnar séu nú þekktar undir öðrum íslenskum
heitum, líkt og t.a.m. svöfðin sem er betur þekkt sem dáleiðsla. Enn önnur
hugtök tilheyra sérstæðri heimsmyndafræði Helga eða eiga rætur í þeim
vísindalegu hefðum sem Nýall byggir á, hvort sem horft er til kenninga
á sviði raunvísinda eða t.d. verka á sviði sálarrannsókna sem unnu með
ólíkum hætti úr orðræðu hinna nýju vísinda. Það er ekki síst þessi orðgnótt
sem gerir skrif Helga sérstæð, ljær stílnum það seiðmagn sem Laxness lýsir
í Grikklandsárinu. Umrótið sem hér má greina í tungumálinu afmarkast þó
ekki við skrif Helga, það er öllu heldur einkenni á gróskumiklu tímabili,
þegar menntamenn leituðust við að færa margvíslegan nýjan þekkingar-
forða inn í íslenska vísinda- og menningarumræðu. Í þessu samhengi má
benda á fyrsta textann á íslensku sem helgaður er spíritisma og sálarrann-
sóknum.29 Í fyrirlestri Jóns Ólafssonar, sem birtist í Nýju öldinni árið 1899,
má lesa um svo forvitnileg fyrirbrigði sem dýrsegulmagn, segulmagnsvökva,
heila-agnir, svipasjónir og firðmök, svo dæmi séu tekin30 – hugtakaforðinn
sver sig augljóslega í ætt við málgerjunina í Nýal tveimur áratugum síðar.
Hér hefur aðeins verið vikið lauslega að þeim þekkingarforða sem
ratar inn í íslenska menningarumræðu um aldamótin 1900 og setur svip
sinn á skrif menntamanna fram á þriðja áratuginn. Sú nýja mælskulist
sem hér mótast á upptök sín jafnt í andlegum og vísindalegum hræring-
um tímabilsins og ummerki hennar má ekki aðeins sjá í frumsömdum
28 Í Nýal vísar hugtakið firðtal til samræðu við íbúa annarra hnatta, en orðið var við-
tekið í umræðu um hvers kyns fjarskipti og því bregður víða fyrir í íslenskum dag-
blöðum og tímaritum á fyrstu fjórum áratugum tuttugustu aldar, sjá t.a.m. O[tto]
B. A[rnar], „Þráðlaus firðviðskifti“, Ægir. Mánaðarrit Fiskifjelags Íslands 8/1917, bls.
109–113; O[tto] B. A[rnar], „Þráðlaust firðtal og notkun þess í þágu mannkynsins“,
Sindri. Tímarit Iðnfræðafjelags Íslands 3/1922, bls. 95–96 og „Sveinn Sigurðsson,
„Töfrar loftskeytatækjanna“, Eimreiðin 5–6 1923, bls. 373–375.
29 Sjá Pétur Pétursson, „Trúarlegar hreyfingar í Reykjavík tvo fyrstu áratugi 20. aldar.
Þriðji hluti: Spíritisminn og dultrúarhreyfingar“, Saga 1/1984, bls. 93–172, hér bls.
100.
30 Jón Ólafsson, „Dýrsegulmagn og dáleiðsla, andatrú, fjölkyngi og kraftaverk“, Nýja
öldin 1/1899, bls. 1–31. Um grein Jóns hef ég fjallað á öðrum vettvangi, sjá „Bak
við skýlu skilningarvitanna. Um andatrú, vísindi og firðmök sálna“, Raddað myrkur,
ritstj. Karlotta J. Blöndal, Reykjavík: Harbinger, 2015, bls. 249–264.
BenediKt HjaRtaRSon