Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Side 122
121
textum, heldur einnig í þýðingum verka sem liggja á mörkum alþýðlegr-
ar vísindaumræðu og andlegra hefða, má þar m.a. nefna þýðingu Björns
Bjarnasonar á Úraníu eftir Camille Flammarion frá 1898 (Uranie, 1889),
þýðingu Guðmundar Finnbogasonar á Ódauðleika mannsins eftir William
James frá 1905 (Human Immortality. Two Supposed Objections to the Doctrine,
1898), þýðingu Haraldar Níelssonar á Veruleik ósýnilegs heims eftir Oliver
Lodge frá 1915, þýðingu Sigurðar Kristófers Péturssonar á Æðri heimum
eftir Charles W. Leadbeater sem kemur út í tveimur bindum á árunum
1920 og 1922 (The Astral Plane, Its Scenery, Inhabitants and Phenomena,
1895) og þýðingu Jóns Jacobsonar á Bæklingnum um lífið eftir dauðann eftir
Gustav Theodor Fechner frá 1921 (Das Büchlein vom Leben nach dem Tode,
1836).31 Verkin eru vissulega ólík að gerð, tengjast vísindahyggju með mis-
munandi hætti og jafnvel mætti hneigjast til að flokka einhver þeirra undir
gervi- eða hjávísindi fremur en vísindaiðkun í þrengri skilningi.32 Hér
skiptir þó meginmáli tilkall umræddra texta til vísindalegs þekkingargildis
og hvernig þeir vinna úr vísindalegri orðræðu samtímans, en líkt og Olav
Hammer hefur bent á „felast einhver mest sláandi einkenni dulspekihefð-
arinnar“ í því hvernig hún „beitir vísindum samtímans til að leggja grunn
að eigin lögmæti“.33
31 Camille Flammarion, Úranía, þýð. Björn Bjarnason, Reykjavík: Oddur Björnsson,
1898; William James, Ódauðleiki mannsins. Tvær ímyndaðar mótbárur gegn ódauð-
leikakenningunni, þýð. Guðmundur Finnbogason, Reykjavík: Guðmundur Gam-
alíelsson, 1905; Oliver Lodge, Veruleikur ósýnilegs heims, þýð. Haraldur Níelsson,
Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja, 1915; C.W. Leadbeater, Æðri heimar, 1. bindi:
Geðheimar, þýð. Sig[urður] Kristófer Pétursson, Reykjavík: Félagsprentsmiðj-
an, 1920; C.W. Leadbeater, Æðri heimar, 2. bindi: Hugheimar, þýð. Sig[urður]
Kristófer Pétursson, Reykjavík: Bókaverslun Guðmundar Gamalíelssonar, 1922;
Gustav Theodor Fechner, Bæklingurinn um lífið eftir dauðann, þýð. Jón Jacobson,
Reykjavík: Bókaverzlun Guðmundar Gamalíelssonar, 1921. Samkvæmt upplýs-
ingum í inngangi þýðanda að Veruleik ósýnilegs heims var textinn upphaflega fluttur
sem fyrirlestur 22. nóvember 1914 og birtist í The Christian Commonwealth þann
9. desember sama ár, en ekki hefur tekist að hafa uppi á titli á frummáli. Vert er
að nefna að Helgi skrifaði athyglisverðan ritdóm um þýðingu Guðmundar á bók
James, sjá Helgi Pétursson, „Nokkrar hugleiðingar“, Ingólfur, 16. september 1906,
bls. 155–156.
32 Um samband vísindahyggju og gervi- eða hjávísinda, sjá Dirk Rupnow o.fl. (ritstj.),
Pseudowissenschaft. Konzeptionen von Nichtwissenschaftlichkeit in der Wissenschafts-
geschichte, Frankfurt am Main: Suhrkamp, 2008.
33 Olav Hammer, Claiming Knowledge. Strategies of Epistemology from Theosophy to the
New Age, Leiden og Boston: Brill, 2004, bls. 203.
„MAGNAN AF ANNARLEGU ViTi“