Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Side 124
123
Orðum þessum eins og skaut upp í meðvitund minni, án þess að
eg hefði hugsað þau. Og eg mundi náttúrlega ekki hafa veitt þessu
neina eftirtekt, ef ekki hefði eg haft langa æfingu í að athuga. […]
Mér kom í hug, hvort þessi orð og orðtæki mundu ekki vera komin
í huga minn úr öðrum hugum, líkt og loftskeyti berast. Og þegar
eg fór að prófa þetta, þá fann eg, að þarna var eg kominn á leiðina
fram. […] [M]eð öðrum orðum, ástand eins heila getur framleitt
sig í öðrum heila. En ef svo er, þá getur alveg eins flutst frá einum
heila til annars, það ástand sem samsvarar mynd í meðvitund þess,
sem heilann á. En það verður sama sem að einn maður geti séð með
augum annars. Eða með öðrum orðum: Það sem ein augu sjá, getur
komið fram, eigi einungis í þeim heilanum sem augun fylgja, heldur
einnig í öðrum (452–453).
Tilvitnunin er lýsandi dæmi um sérstæða mælskulist Helga, hvort sem
horft er til hlaðinnar framsetningarinnar eða einkennandi orðalags, líkt
og þegar rætt er um „meðvitund þess, sem heilann á“ eða „þann heilann
sem augun fylgja“. Lýsingunni er ekki ætlað að brjóta upp rótgróið tungu-
tak vísindanna með skáldlegri tækni, heldur að miðla vísindalegri sýn á
nákvæman hátt og skýra þannig uppruna orða og sýna sem Helgi er full-
viss um að hann „heyrði, en þó ekki með eyrunum, og sá, en þó ekki með
augunum“.36 Markmiðið er að varpa ljósi á fyrirbrigði sem menn hafa talið
36 Helgi Pjeturss, „Fyrirburðir. Nokkurskonar saga“, Ingólfur, 18. febrúar 1913, bls.
26–27, hér bls. 26 (greinin birtist í nokkrum hlutum í Ingólfi, frá 28. janúar til
25. febrúar, en hún er endurprentuð í heild í Helgi Pjeturss, Valdar ritgerðir, 1.
bindi: 1901–1918, Reykjavík: Skákprent, 1991, bls. 309–324). Þótt tengslin á milli
mælskulistar Helga og sviðs fagurbókmennta séu hér ekki til skoðunar er rétt að
nefna að einnig á þeim vettvangi má finna þýðingar sem má staðsetja á mörkum
alþýðlegrar vísindaumræðu, vísindaskáldskapar og andlegra strauma og vinna úr
þeim hefðum með ólíkum hætti. Hér má sem dæmi nefna þýðingar á verkum Jules
Verne, Arthurs Conans Doyle og H.G. Wells sem koma út á þessum tíma. Sjá
t.a.m. Arthur Conan Doyle, Hættulegur leikur. (Andatrú), [þýð. ekki getið], Reykjavík:
Prentsmiðja Frækorna, 1905; Jules Verne, Sæfarinn. (Ferðin kring um hnöttinn neð-
ansjávar), [þýð. ekki getið], Reykjavík: Pétur G. Guðmundsson, 1908; H.G. Wells,
„Land blindingjanna“, Land blindingjanna og aðrar sögur, þýð. Jóhann Jónsson,
Reykjavík: Prentsmiðjan Gutenberg, 1918, bls. 3–55. Helgi víkur á stöku stað að fag-
urbókmenntum af þessum toga. Þannig vísar hann t.a.m. til „Lands blindingjanna“
eftir Wells í tengslum við kenningar Guðmundar Finnbogasonar um „samúðarskiln-
inginn“ (106), auk þess sem hann ræðir um „hina snildarlegu framtíðarbók H.G.
Wells“ A Modern Utopia (117). Texti frá 1908, þar sem Helgi lýsir heimsókn sinni
til Wells, sýnir þó að áhugi hans á skrifum höfundarins snýr ekki síður að „ýmsum
„alvarlegri“ bókum“ hans: Helgi Pjeturss, „Ferðabréf“, Lögrjetta, 22. júlí 1908, bls.
„MAGNAN AF ANNARLEGU ViTi“