Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 126
125
sakandans Williams Crookes, sem lýst hefur verið sem „menningarlegri
hetju“ og einum helsta „málsvara samtímavísinda og -verkfræði“ í alþýð-
legri vísindaorðræðu við upphaf tuttugustu aldar.38 Í skrifum Crookes
tengjast heilabylgjurnar „ljósvakasveiflum“ sem „hafa afl og eiginleika sem
uppfylla allar þarfir – jafnvel fyrir flutning á hugsun“.39 Nýall skrifar sig
inn í þá hefð alþýðlegrar vísindaumræðu sem hér er vikið að og þegar í
upphafi verksins er Crookes kallaður „einn af skörungum náttúruvísind-
anna“ (8), sem Helgi teflir fram sem andstæðu spíritisma og annarra trúar-
hreyfinga samtímans.
Ljósvakakenningin var grundvöllur nýrrar orðræðu sem mótaðist á
mörkum alþýðlegrar vísindaumræðu og dulrænna trúarhugmynda. Linda
D. Henderson hefur bent á að „ljósvakinn er veigamikil eyða í skilningi
fræðimanna á vísindalegu samhengi“ þeirra hugmynda sem fræðimenn,
menntamenn og listamenn glímdu við í upphafi tuttugustu aldar, þegar
„aldrei var hugsað um rýmið sem tómt“, heldur var það þrungið af ljósvak-
anum, þar sem ósýnilegar bylgjur og geislar voru á sveimi.40 Nauðsynlegt
er að taka mið af hugmyndinni um ljósvakann til að átta sig á tilkalli nýals-
spekinnar til vísindalegs þekkingargildis. Það sem við fyrstu sýn virðast
vera hugarórar höfundar eða skáldlegt líkingamál reynist við nánari athug-
in Russian and Soviet Culture, ritstj. Bernice Glatzer Rosenthal, ithaca og London:
Cornell University Press, 1997, bls. 247–272. Í grein frá 1914 ræðir Helgi ítarlegar
um kenningar Kotiks um „heilageisla“ og rekur kynni sín af þeim til þekkts rits eftir
þýska lækninn og sálfræðinginn Albert von Schrenck-Notzing, Materialisations-
Phänomene (Holdgunarfyrirbrigði, 1914). Sjá Helgi Pjeturss, „Á annari stjörnu“,
Ingólfur, 19. júlí 1914, bls. 109–111 (greinin birtist í nokkrum hlutum í Ingólfi frá
12. júlí til 13. desember 1914, en er endurútgefin í heild í Valdar ritgerðir, 1. bindi,
bls. 327–408).
38 Linda Dalrymple Henderson, Duchamp in Context. Science and Technology in the
Large Glass and Related Works, Princeton, New Jersey: Princeton University Press,
1998, bls. 40.
39 William Crookes, „Address of the President before the British Association for the
Advancement of Science, Bristol, 1898“, Science, 4. nóvember 1898, bls. 601–612,
hér bls. 610. Hér er einnig vert að benda á erindi sem Oliver Lodge flutti hjá
London Spiritualist Alliance í mars 1927 og birtist í íslenskri þýðingu síðar á því
ári. Þar ræðir hann um „firðhrif“ eða „hugsanaflutning“ á grundvelli ljósvakakenn-
ingarinnar og vísar í því samhengi til kenningar Crookes um heilabylgjur. Í þessum
síðbúna texta bendir Lodge raunar á að „þessar heilaöldur hafi aldrei sannast“, en
undirstrikar um leið „að ástæða sé til þess að athuga það mál, þann möguleika, að
hugskeyti berist gegnum eterinn“. Oliver Lodge, „Möguleikar mannsandans“,
[þýð. ekki getið], Morgunn. Tímarit um andleg mál 2/1927, bls. 152–187, hér bls.
159–160.
40 Linda Dalrymple Henderson, „Modernism and Science“, bls. 387.
„MAGNAN AF ANNARLEGU ViTi“