Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Side 127
126
un vera birtingarmynd vísindalegrar orðræðu sem nú er fallin í gleymsku.
Ljósvakinn gegndi lykilhlutverki við að leysa úr „undirstöðuvandamál-
um verufræði og þekkingarfræði“ á tímabilinu um aldamótin 1900, þegar
„aðgreining efnis og orku – aðgreining hins efnislega og hins óefnislega
almennt – [varð] æ þokukenndari“.41 Þannig gengu vísindamenn gjarnan
út frá ljósvakanum sem staðreynd, þótt sú sannfæring hafi grundvallast
á „tilgátubundnu ferli ályktana og afleiðslu fremur en á beinum athug-
unum“ eða mælingum.42 Hópar innan vísindasamfélagsins lögðu áherslu
á að ljósvakinn væri „hugarsmíð“ sem „byggðist að verulegu leyti á mynd-
hverfingum og hliðstæðum“, en það kom ekki í veg fyrir að þeir teldu
ímyndir hans af „dulinni, innri starfsemi náttúrunnar“ hafa vísindalegt
skýringargildi.43 Eins og Asprem hefur bent á voru slíkar „myndhverfar
lýsingar vísindamanna“ gjarnan dregnar yfir á „svið getgátna og íhug-
unar“ í meðförum höfunda sem byggðu á andlegum og dulrænum hefðum
og litu svo á að lýsingarnar „vísuðu bókstaflega til lífmagns, markgengis
eða jafnvel vitundarinnar“.44 Í þeirri nýju orðræðu sem mótaðist á mörk-
um alþýðlegrar vísindaumræðu og dulrænna trúarhugmynda urðu skilin á
milli eðlisfræðilegra kenninga um ljósvakann, sem ætlað var að skýra raf-
segulbylgjur og hreyfingu ljóss, og frumspekilegra kenninga um ljósvak-
ann sem sóttu í andlegar hefðir á vissan hátt gegndræp. Gildi hugmynd-
arinnar um ljósvakann í menningarumræðu tímabilsins fólst einkum í því
að hún gerði kleift að miðla þekkingu á milli sviða eðlisfræði, frumspeki og
andlegra hefða.
Vert er að hafa þetta margbrotna samband vísindakenninga, frumspeki-
legra hugrenninga og líkingamáls í huga þegar glímt er við mælskulist
Nýals. Á ritunartíma verksins var kenningin um ljósvakann, og þar með
þær hugmyndir um ósýnilegar bylgjur, geisla og magnan sem á henni
byggðu, að nokkru leyti enn gjaldgeng innan alþýðlegrar vísindaumræðu –
ekki í þeim skilningi að um hana ríkti óskoruð sátt, heldur á þann hátt að
hugleiðingar um virkni og eðli ljósvakans rúmuðust innan sviðs þeirra til-
gátna og íhugana sem hægt var að ræða á forsendum ríkjandi vísindahug-
mynda. Efasemdir voru vissulega orðnar áberandi á vettvangi eðlisfræð-
innar og í raun má segja að hin eðlisfræðilega kenning um ljósvakann
41 Donald R. Benson, „Facts and Fictions in Scientific Discourse. The Case of Ether“,
The Georgia Review 38/1984, bls. 825–837, hér bls. 837.
42 Egil Asprem, „Pondering imponderables“, bls. 135.
43 Donald R. Benson, „Facts and Fictions in Scientific Discourse“, bls. 837.
44 Egil Asprem, „Pondering imponderables“, bls. 133.
BenediKt HjaRtaRSon