Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Qupperneq 129
128
Ólíkir textar Helga varpa ljósi á þessi hvörf á höfundarferlinum. Þannig
hefur Pétur t.a.m. bent á lýsingu Helga á djúpstæðri andlegri reynslu, sem
hann lýsir fyrst í blaðagrein árið 1912 en gerir síðar ítarlegri grein fyrir í
Framnýal.48 Einnig má hér vísa til átakanlegrar lýsingar Helga á langvar-
andi svefnleysi í Nýal, sem hann rekur til þeirra „illu umskipta“ sem verða
á ævi hans „í maímánuði 1897“, þegar hann örmagnast eftir próflestur
(414). Forvitnilegustu lýsinguna má þó finna í grein sem birtist í Ingólfi
árið 1913. Þar lýsir Helgi tildrögum þess að hann varð „svo brjálaður“ að
hann mátti dvelja „um tíma í nokkurskonar dýflissu“ á Kleppi: „Haustið
1910 varð eg mér til mikillar undrunar brjálaður“.49 Sérstæð írónían til-
heyrir rödd þess sem veit betur og horfir um öxl. Þetta skýrist að nokkru
leyti í framhaldinu, þegar Helgi stillir sér upp í hópi andans jöfra er hafi
beðið það hlutskipti að vera dæmdir brjálaðir og nefnir í því samhengi
þýska eðlisfræðinginn Robert Mayer, Friedrich Nietzsche og Emanuel
Swedenborg.50 Af örlögum þessarar þrenningar dregur Helgi eftirfarandi
ályktun:
Saga vísindanna og vísindamannanna er mjög eftirtektarverð og
fróðleg, þegar menn fara að skilja hana rétt. Sumir þeir sem mest
hafa unnið að vitkun mannkynsins, hafa verið álitnir brjálaðir, aðrir
hinir mestu skaðsemdarmenn, og farið með þá eins og verstu glæpa-
menn. Svona erfitt er að vitkast og sést það líka af því, að ýmsir
afburðamenn að viti hafa mist það.51
Lýsing Helga vísar til hlutdeildar í æðri visku, sem í samhengi dulspekinn-
ar er jafnan kennd við gnósis og felur í sér „frelsun [sálarinnar] úr viðjum
efnisheimsins“.52 Þessari þekkingu, sem felur í sér hlutdeild í hinu guð-
lega, verður ekki miðlað í tungumáli.53 Sú æðri viska sem Helgi skírskotar
48 Sama rit, bls. 104. Lýsingu Helga má finna í kaflanum „Björgun mannkynsins“ í
Framnýal, bls. 15–54.
49 Helgi Pjeturss, „Fyrirburðir. Nokkurskonar saga“, Ingólfur, 28. janúar 1913, bls.
14–15.
50 Sama rit, bls. 15.
51 Sama rit, bls. 15.
52 Wouter J. Hanegraaff, Esotericism and the Academy. Rejected Knowledge in Western
Culture, Cambridge: Cambridge University Press, 2012, bls. 12.
53 Sjá Wouter J. Hanegraaff, Western Esotericism. A Guide for the Perplexed, London:
Bloomsbury, 2013, bls. 87–94. Um gnósis sem eina af undirstöðuhugmyndum
vestrænnar dulspeki, sjá Antoine Faivre, Western Esotericism. A Concise History, þýð.
Christine Rhone, New York: SUNY Press, 2010, bls. 12.
BenediKt HjaRtaRSon