Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Síða 136
135
Á sama hátt og kalla má nýalsspekina „skilgetið afkvæmi“ dultrúarhreyf-
inga á öndverðri tuttugustu öld,69 má einnig kalla hana skilgetið afkvæmi
vestrænnar vísindahyggju. Sé markmiðið að öðlast skilning á inntaki nýals-
spekinnar er nauðsynlegt að beina sjónum í senn að úrvinnslu hennar á
þáttum úr dulrænum trúarhefðum og að samræðu hennar við vísindakenn-
ingar samtímans. Þetta tvíþætta sjónarhorn er ekki síst nauðsynlegt til
að átta sig á flóknu sambandi trúarlegrar og vísindalegrar orðræðu, með
hvaða hætti þær fléttast saman og hvernig mörkin á milli þeirra eru dregin.
Þættir í heimsmyndafræði nýalsspekinnar, sem frá sjónarhóli síðari tíma
virðast augljóslega tilheyra dulrænum trúarhefðum eða hugarflugi, reynast
við nánari athugun oft vera sprottnir af vísindakenningum sem eru fallnar
úr gildi en voru vel þekktar á ritunartíma Nýals.
Hér er gagnlegt að huga nánar að kenningunni um ljósvakann, sem
leggur til undirstöðuna að „lífrænni magnanarfræði“ Nýals. Í upphafi
tuttugustu aldar hverfðist alþýðleg vísindaumræða að verulegu leyti um
„eðlisfræði ljósvakans“ (e. ether physics).70 Í raun má lýsa fyrstu tveimur
áratugunum sem tímabili þegar jafnt vísindamenn, menntamenn og lista-
menn voru „gagnteknir af ósýnilegum raunveruleikum“ og „mörkin á milli
vísinda og dulfræði voru flæðandi“.71 Hugmyndin um „ljósvakann“ var í
meginatriðum gjaldgeng innan vísindalegrar orðræðu allt til ársins 1919,
þegar „breskir stjörnufræðingar gera út leiðangur“ með það fyrir augum
að mæla sveigju ljóssins „með athugun á sólmyrkva“.72 Niðurstöðurnar
reyndust vera í samræmi við kenningar Einsteins og í framhaldinu var
rætt um „byltingu í vísindum“ og Einstein varð „á svipstundu heimsfrægur
Skrif Reichenbachs, sem Helgi vísar til sem eins af fyrirrennurum nýalsspek-
innar (246), eru síðbúin tilraun til að vinna úr hugmyndum mesmerismans um
dýrsegulmagn innan vettvangs náttúruvísindanna á nítjándu öld. Um kenningar
Reichenbachs og sögulegt samhengi þeirra, sjá Karl Baier, „Der Magnetismus der
Versenkung. Mesmeristisches Denken in Meditationsbewegungen des 19. und
20. Jahrhunderts“, Aufklärung und Esoterik. Wege in die Moderne, ritstj. Monika
Neugebauer-Wölk, Renko Geffarth og Markus Meumann, Berlín og Boston: De
Gruyter, 2013, bls. 407–439, hér einkum bls. 429–434 og Robert Matthias Erdbeer,
„Epistemisches Prekariat. Die qualitas occulta Reichenbachs und Fechners Traum
vom Od“, Pseudowissenschaft, bls. 127–162.
69 Pétur Pétursson, „Nýalismi og dulspeki“, bls. 100.
70 Linda Dalrymple Henderson, „Modernism and Science“, bls. 383.
71 Sama rit, bls. 391.
72 Magnús Magnússon, „inngangur“, Albert Einstein, Afstæðiskenningin, þýð. Þor-
steinn Halldórsson, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1970, bls. 9–35, hér
bls. 31.
„MAGNAN AF ANNARLEGU ViTi“