Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Qupperneq 137
136
meðal almennings“.73 Vitaskuld felur það í sér nokkra einföldun að marka
þáttaskil í sögu vísindanna við slíka einstaka atburði, en ártalið 1919 getur
engu að síður nýst sem varða í þeim tilgangi að finna þessum hvörfum stað.
Ártalið er ekki síst markvert fyrir umræðuna um nýalsspekina vegna þess
að það er með þessum viðburði sem segja má að kenningar Einsteins fái
endanlega stöðu ríkjandi vísindaviðmiðs. Efasemdir um ljósvakann höfðu
vissulega orðið æ meira áberandi á síðustu tveimur áratugum nítjándu
aldar, þegar rafsegulkenning James C. Maxwell festist í sessi og rót komst
á kenninguna um svokallað „ljósvakarek“, þ.e. þá kenningu „að hlutur
á hreyfingu dragi örlítið af ljósvakanum með sér“.74 Kenning Maxwells
hafði upphaflega gert ráð fyrir að „ljós, og rafsegulmögnun almennt, mætti
rekja til ýmiss konar tilfærslu einda í vélgengum ljósvaka“, en hún leiddi
„á endanum til kreppu fyrir viðmiðið sem hún var sprottin af“.75 Þannig
urðu misheppnaðar tilraunir til að færa sönnur á ljósvakarek „kveikjan
að einmitt þeirri samkeppni milli fjölmargra kenninga sem er upphafið
að kreppu“, eins og Thomas S. Kuhn kemst að orði í þekktu riti sínu um
„vísindabyltingar“.76 Áhrif slíks kreppuástands teygja sig út fyrir svið vís-
indasamfélagsins í þröngum skilningi og líta má á tímabilið þegar tekist er
á um mismunandi skýringar á ósýnilegum bylgjum, geislum og magnan
sem afurð þessara hræringa. Þegar rót kemst á hina viðteknu heimsmynd
myndast svigrúm fyrir það sem kalla má getgátubundna eða íhugandi (þ.e.
spekúlatífa) þekkingarframleiðslu. Umræðan um ljósvakann ber vott um
hvernig vísindalegt kreppuástand getur af sér nýjar orðræður, þar sem
gjarnan er sótt til dulspekilegra hefða og úreltra vísindakenninga og leitast
við að samþætta þær nýrri vísindalegri þekkingu. Hugmyndin um ljós-
vakann kallar um margt á tengingar við dulrænar trúarhefðir, enda hafði
hann „allt frá fornöld“ verið talinn „geyma leyndarmál englanna og himin-
hvolfsins“.77 Í því kreppuástandi sem hér hefur verið lýst tekur ljósvakinn
að gegna lykilhlutverki, ekki aðeins innan eðlisfræði og á öðrum sviðum
raunvísinda, heldur einnig innan sálarrannsókna, guðspeki og annarra dul-
73 Sama rit, bls. 31.
74 Thomas S. Kuhn, Vísindabyltingar, þýð. Kristján Guðmundur Arngrímsson,
Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2015, bls. 182.
75 Sama rit, bls. 182–183.
76 Sama rit, bls. 184.
77 Joe Milutis, Ether. The Nothing that Connects Everything, Minneapolis og London:
University of Minnesota Press, 2006, bls. 78.
BenediKt HjaRtaRSon