Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Side 141
140
ljósvakans voru við það að falla úr gildi, en ferlið er hægfara og þannig má
lýsa umræðunni um ljósvakann á ritunartíma Nýals sem einskonar dauða-
teygjum vísindalegrar orðræðu. Með hvörfunum um 1919 er sá vísindalegi
grunnur sem bylgju-, geisla- og magnanarfræði nýalsspekinnar og annarra
dulspekihreyfinga hvíldi á í meginatriðum brostinn, þótt enn eimi eftir af
ljósvakahugmyndinni í alþýðlegri vísindaumræðu og frumspekilegar og
andlegar hugmyndir um ljósvakann dafni áfram.85
Þegar hugmyndir eins og ljósvakakenningin falla úr gildi er ekki þar með
sagt að þær hverfi úr umferð. Útskúfunin úr viðurkenndri vísindaorðræðu
getur þvert á móti léð slíkum hugmyndum vægi á öðrum vettvangi, þegar
þær fá stöðu sem „íhugandi gagnþekking sem beinist gegn þeirri þekk-
ingu nútímans sem grundvallast á rökhyggju, raunbundnum sönnunum og
hagnýti“.86 Í slíku samhengi gegna hugmyndirnar þá gjarnan mikilvægu
hlutverki í gagnrýni á ríkjandi vísindakenningar eða í almennri gagnrýni á
ríkjandi menningu og þjóðfélagsgerð. Tímabilið frá lokum nítjándu aldar
og fram á fjórða áratug þeirrar tuttugustu sýnir hvernig dulspekileg þekk-
ing jafnt af trúarlegum og vísindalegum toga getur orðið snar þáttur í
andófsstarfsemi ólíkra hópa sem tengja má vettvangi gagnmenningar.87 Í
Nýal má sjá mótun „íhugandi gagnþekkingar“ sem skipar sér niður á jaðri
viðurkenndrar vísindastarfsemi, en á þó enn hlutdeild í orðræðu sem er að
nokkru leyti gjaldgeng eða a.m.k. tiltæk innan alþýðlegrar vísindaumræðu.
Veigamikla þætti í heimsmynd nýalsspekinnar, sem gera hana annarlega
frá seinni tíma sjónarhorni og sveipa hana seiðandi hjúp hins torræða,
dulræna og skáldlega, má þannig rekja til vísindakenninga sem hafa úrelst.
Sá sem les Nýal tæpri öld eftir útgáfu verksins getur vart annað en brosað í
kampinn þegar Helgi Pjeturss hafnar þeirri ásökun að hann sé „það sem á
útlendu máli er kallað Fantast, heilaspunamaður“ (383) – margir lesendur
Nýals hafa vafalaust einnig brosað í kampinn árið 1922, en þeir hafa gert
85 Tilraunir til að setja fram kenningar um ljósvakann út frá samþættingu vísinda-
hugmynda, heimspeki og guðfræðilegra sjónarmiða eru vitaskuld ekki úr sögunni
um 1919, þótt vísindalegur grunnur þeirra sé í meginatriðum brostinn. Þannig
hefur Egil Asprem („Pondering imponderables“, bls. 141) bent á að eina síðustu
markverðu tilraunina til að setja fram vísindalega ígrundaða kenningu um ljósvak-
ann má finna í Oliver Lodge, My Philosophy, Representing My Views on the Many
Functions of the Ether of Space, London: E. Benn, 1933.
86 Andreas B. Kilcher, „Sjö þekkingarfræðilegar tilgátur um dulspeki“, bls. 185.
87 Um tengsl nútímadulspeki við umhverfi bóhemíunnar og pólitískar og menningar-
legar andófshreyfingar, sjá James Webb, The Occult Underground, Chicago og La
Salle: Open Court, 1974.
BenediKt HjaRtaRSon