Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 143
142
Endalok hinnar trúarlegu heimsmyndar sem boðuð eru í Nýal fela í sér
upphafningu trúarbragða og vísinda í æðri einingu, verkinu er m.ö.o. ætlað
að leiða mannkynið inn í heilsteypta heimsmynd þar sem átrúnaður og vís-
indi verða eitt. Að þessu leyti sver nýalsspekin sig í ætt við aðrar dulspeki-
hreyfingar nútímans (einkum guðspeki, spíritisma og sálarrannsóknir) sem
leggja áherslu á samþættingu vísinda og hins trúarlega. Í raun má segja
að með upplýsingunni verði hvörf í sögu dulspekinnar: sú ríkjandi þekk-
ing sem annars konar þekkingarleit á við að etja snýr ekki lengur aðeins
að stofnanabundnum rétttrúnaði, heldur einnig að skynsemishyggjunni.
Þekking sem áður var úthýst sem „forboðnum“ hugmyndum eða „trú-
villu“, er nú fordæmd og henni útskúfað sem „heimsku“ og „hindurvitn-
um“.89 Í samhengi nútímadulspeki beinist hugmyndin um gnósis þannig í
senn gegn hefðbundnum átrúnaði og vísindaiðkun. Skýrt dæmi um slíka
gagnrýna sýn, sem skorar í senn trúarbrögð og hefðbundna vísindaiðkun
á hólm, má finna í skrifum Helenu P. Blavatskij og má þar einkum nefna
lykilverk hennar Isis Unveiled (Afhjúpun Ísis), en fyrra bindi þess er helgað
„vísindum“ og hið síðara „guðfræði“. Gegn ríkjandi guðfræði og þröng-
sýnum vísindum efnishyggjunnar teflir Blavatskij „trúarbrögðum hinnar
fornu alheimsvisku sem eina mögulega lyklinum að hinu algera í vísindum
og guðfræði“, er leggi grunn að „æðri vísindum“ eða „dulvísindum“ (e.
occult science).90 Sýn Helga á hin nýju vísindi kallast á við þessa hugmynd
guðspekinnar en er um leið af allt öðrum toga, tilkall Nýals til vísindalegs
þekkingargildis skírskotar ekki til fornrar viskuhefðar, heldur þvert á móti
til nýjustu rannsókna á sviði náttúruvísinda.91
89 Andreas B. Kilcher, „Sjö þekkingarfræðilegar tilgátur um dulspeki“, bls. 185.
90 H.P. Blavatsky, Isis Unveiled, 1. bindi, bls. vii, 6 og 18.
91 Hliðstæð áhersla á samþættingu vísinda og trúarbragða kemur fram í öðrum lykil-
ritum guðspekinnar. Í ritinu Les Grands Initiés (1889) lýsir Édouard Schuré því
t.a.m. ekki aðeins yfir að „[m]esta böl vorrar aldar [sé] það, að vísindi og trúarbrögð
standa hvort andspænis öðru eins og óvinveitt og ósættanleg máttarvöld“, heldur
tengir hann einnig vísindaiðkun samtímans við forna visku guðspekinnar: „Oss
furðar enn meir, þegar vér snúum oss aftur að vísindum nútímans, og vér hljótum
að sannreyna, að allt frá dögum Bacons og Descartesar nálægjast þau ósjálfrátt,
en þeim mun örugglegar, grundvallarhugsun hinnar ævafornu guðspeki. Nútíma
eðlis fræði hefur, án þess að sleppa tilgátunni um ódeilin, komizt, án þess að því væri
athygli veitt, að þeirri niðurstöðu, að hugtökin efni og orka séu eitt og hið sama, og
er það skref í áttina til andlegrar orkuhyggju. Til þess að skýra ljósið, segulmagnið
og rafmagnið hafa lærðu mennirnir orðið að gera ráð fyrir fíngerðu og algerlega
óveganlegu efni, sem fyllir rúmið og þröngvar sér gegnum alla hluti, og er það
skref í áttina til hinnar ævagömlu hugmyndar guðspekinnar um veraldasálina“.
Édouard Schuré, Vígðir meistarar. Lýsing á dularkenningum trúarbragðanna. Rama
BenediKt HjaRtaRSon