Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Síða 144
143
Þegar sjónum er beint að vísindaþættinum í skrifum Helga er brýnt
að halda því til haga að höfnun nýalsspekinnar á trúarbrögðunum snýr
ekki að hinum dulrænu fyrirbrigðum sem slíkum. Þannig er hin dulræna
reynsla ekki dregin í efa sem slík, höfnunin snýr öllu heldur að skýring-
um trúarbragðanna. „Dulræna er misskilningur á merkilegum hlutum“,
skrifar Helgi t.a.m. í umfjöllun sinni um „astralplanið“, „og þessum mis-
skilningi […] gæti nú vel verið lokið“ (461). Á öðrum stað fullyrðir hann
að „það sem menn hafa kallað trúarbrögð, religion, [sé] hinn margvíslegi
miskilningur“ á því „aðalatriði“ að „líkami vor er samsafn og sambland
af jarðefnum, steinefni, vökva og lofti“ (440–441). Til grundvallar liggur
strangvísindaleg sýn Helga á manninn, þar sem öllum hugmyndum um
hið andlega og sálræna er fortakslaust vísað á bug: „Í manninum hugsa
jarðefnin“ (441).
Greining á strangvísindalegri dulspeki Helga Pjeturss snýr ekki aðeins
að þeirri áherslu sem mælskulist Nýals leggur á að fylgt sé ýtrustu kröfum
um vísindalega nákvæmni. Hér er jafnframt horft til þess að hægt er að
rannsaka og skýra öll brot þeirrar heimsmyndar sem birtist í Nýal með
aðferðum reynsluvísinda. Nýalsspekin er m.ö.o. veraldleg í öllum atrið-
um: heimsmyndin er afhelguð, sýnir og dulræn fyrirbrigði eru einfaldlega
atburðir sem eiga sér stað í þessum heimi. Þannig má skýra reynslu og
skynjanir sem menn hafa tengt hinu dulræna með aðferðum náttúruvís-
inda, á þann hátt að hér sé ekki annað á ferð en misskilningur á efnis-
legum fyrirbrigðum þessa heims. Það sem greinir mynd nýalsspekinnar af
raunheiminum frá því sem kalla má viðtekna mynd reynsluvísindanna af
þessum heimi, er einfaldlega sú staðreynd að hún er öllu rýmri. Dulrænar
skynjanir eru sannarlega þessa heims, en þær eiga upptök sín hjá öðrum
einstaklingi, sem er staddur í öðrum hlutum raunheimsins en þeim sem
alla jafna hafa verið taldir aðgengilegir rannsóknum á sviði reynsluvísinda.
Í stuttu máli sagt: dulræn fyrirbrigði eru skynjanir einstaklings sem lifir á
öðrum hnetti og þær berast til okkar með lífgeislan, íleiðslu og fjarhrif-
um. Þannig er „lífið á jörðu hér […] einungis einn örlítill þráður í hinum
óendanlega furðulega og óendanlega fjölofna vef lífsins“ og Helgi hafnar
þeirri firru „að lífið sé einskorðað við einn minni háttar hnött, af öllum
þeim biljónum eða deciljónum eða centiljónum af stjörnum, sem hvarfa
í geimnum“ (262). Hér birtist ekki aðeins víðsýn afstaða vísindamanns
Krishna – Hermes – Móses – Orfeus – Pyþagóras – Plató – Jesús, þýð. Björn Magnússon,
Akureyri: Bókaforlag Odds Björnssonar, 1959, bls. 15 og 23.
„MAGNAN AF ANNARLEGU ViTi“