Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Síða 145
144
sem ekki vill loka á þann möguleika að líf geti þrifist annars staðar, heldur
liggur til grundvallar sú vísindalega niðurstaða Helga, að skynjun þessara
lífvera á öðrum hnöttum sé aðgengileg reynsluvísindunum hér og nú.
Til að varpa ljósi á þessa útvíkkun raunheimsins er vert að huga nánar
að umfjöllun Nýals um drauma. Kenningar Helga um drauma beinast í
nokkuð aðra átt en þær kenningar á sviði sálgreiningar og rannsókna á
mannshuganum sem hafa verið áhrifameiri í fræðilegri umræðu frá og
með upphafi tuttugustu aldar. Þannig fullyrðir Helgi að „draumakenning-
ar einsog Bergsons eða Freuds, hefðu aldrei komið fram, ef menn hefðu
æft sig nógu vel í að athuga draumana“ (461) og gegn kenningum þeirra
teflir hann rannsóknum sem byggja á aðferðafræði hinna nákvæmu vís-
inda:
Það sem eg hefi gert er að beita við rannsóknina á draumunum,
aðferð og hugarfari náttúrufræðingsins. Eg hefi reynt að æfa mig í
að athuga sem allranákvæmlegast, bera sem vandlegast saman, og
láta fyrirframsannfæringar um það, hvað líklegt væri og hvað ólík-
legt, tjóðra mig sem allra minst. Og þannig hefi eg fundið aðferð
til þekkingarauka, sem mun hafa ákaflega miklu stórvaxnari afleið-
ingar en orðið hafa af því að finna langsjá og smásjá, og ekki minstu
vitund dulrænni eða síður vísindaleg en notkun þeirra aðdáanlegu
rannsóknartækja (459).
Þannig er „náttúrufræðin […] það sem bjargar“ og „hin nákvæma athugun
veruleikamannsins, realistans, áttar sig á því, að draumar eru ekki hugar-
burður mannsins sjálfs, heldur framkomnir fyrir inngeislun frá öðrum
huga (eða hugum); og ennfremur, að þessi annar á heima á öðrum hnetti“
(51). Lykilatriðið er að „draumurinn er líf en ekki endurminning um líf,
eða hugsun um líf“ (451), líkt og kenningar Freuds og Bergsons gera ráð
fyrir.92 Í draumi verður maðurinn – eða, svo notað sé orðalag Helga, „hin
92 Sjá Sigmund Freud, Draumaráðningar, þýð. Sigurjón Björnsson, Reykjavík:
Skrudda, 2010; Henri Bergson, „Le Rêve“, L’Énergie spirituelle, París: Quadrige /
PUF, 1999 [1919], bls. 85–109. Helgi spyrðir skrif Freuds saman við afstæðiskenn-
inguna frá andsemítísku sjónarhorni. Þannig ræðir hann um „ýmsar óvísindalegar
og ómannúðlegar kenningar Freuds og slíkra“ og víkur í framhaldinu beint að
Einstein (328). Fyrirlestur Bergsons var upphaflega fluttur við Institut général
psychologique (Rannsóknastofnun í almennri sálfræði) þann 26. mars 1901, en var
fyrst gefinn út í því safni fyrirlestra sem hér er vitnað til árið 1919. Í kaflanum
„Skoðanir á eðli drauma. Aristoteles og Bergson“ (445–448) ræðir Helgi ritgerð
Bergsons nokkuð ítarlega og kemst að þeirri niðurstöðu að á þeim „meir en 2200
BenediKt HjaRtaRSon