Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Qupperneq 149
148
hætti innan sögu vestrænnar dulspeki. Nýalsspekin tilheyrir þeirri hefð
heimsmyndafræði sem Robert Matthias Erdbeer hefur lýst sem „hinum
týnda hlekk dulspekihefðarinnar“, þar sem leitast var við að vinna úr hefð
náttúruspekinnar innan nýs tungutaks hinna ströngu vísinda.96 Þá hefð
strangvísindalegrar dulspeki sem hér er vísað til má rekja aftur til skrifa
Alexanders von Humboldt – um skrif vísindamanna og dulspekinga eins
og Ernsts Haeckel, Gustavs Theodors Fechner og Carls Gustavs Carus –
en viðamikið fimm binda ritverk hans um alheiminn, Kosmos. Entwurf einer
physischen Weltbeschreibung (Alheimurinn. Drög að náttúrulegri heimslýs-
ingu, 1845–1862), gegnir lykilhlutverki við mótun þeirrar orðræðu sem hér
er lýst. Erdbeer vísar hér til þess afdrifaríka skrefs á vísindaferli Humboldts
þegar hann slítur sig frá yfirgripsmiklu landmælingaverkefni sínu og helgar
krafta sína ritun verksins um alheiminn.97 Mælitækin sem Humboldt (sem
lesendur kannast líklega best við í mynd samnefndrar persónu í sögulegri
skáldsögu Daniels Kehlmann, Die Vermessung der Welt)98 hafði beitt við
kortlagningu jarðar hrökkva illa til þegar kemur að kortlagningu alheims-
ins og tilraunin getur af sér nýtt strangvísindalegt tungumál, sem er knúið
áfram af linnulausum runum getgátna, þar sem settar eru fram skýringar
og tilgátur með sífellt nýjum möguleikum, fyrirvörum og bakþönkum.
Í hinni nýju heimsmyndafræði brjótast fram „stöðugt nýjar blendings-
afurðir hins nákvæma og hins skáldlega“ um leið og lagður er grunnur að
nýrri skáldskaparfræði hinnar smásmugulegu lýsingar.99 Hér má sjá mótun
nýrrar, vísindalega ígrundaðrar og alþýðlegrar orðræðu, sem beinist í senn
gegn sérhæfingu og aðgreiningu ólíkra þekkingarsviða í vísindamenningu
nútímans og gegn þeirri trúarlegu „dulhyggju“ sem hafnar vísindahyggj-
unni sem slíkri.100
Nýal má lýsa sem einskonar svanasöng þeirrar strangvísindalegu heims-
myndafræði sem hér er lýst.101 Nýalsspekin og sú hefð heimsmyndafræð-
96 Robert Matthias Erdbeer, Die Signatur des Kosmos. Epistemische Poetik und die
Genealogie der Esoterischen Moderne, Berlín og New York: De Gruyter, 2010, bls.
18.
97 Sjá sama rit, bls. 47–163.
98 Daniel Kehlmann, Mæling heimsins, þýð. Elísa Björg Þorsteinsdóttir, Reykjavík:
Bjartur, 2007.
99 Robert Matthias Erdbeer, Die Signatur des Kosmos, bls. 333–334.
100 Sama rit, bls. 340.
101 Í þessum skilningi mætti þá skipa Nýal sess við hliðina á heimsískenningu (þ.
Welteislehre) austurríska verkfræðingsins Hanns Hörbiger, sem Erdbeer hefur kallað
„síðustu heimsmyndakenninguna“. Sama rit, bls. 581–664; sjá Hanns Hörbiger,
BenediKt HjaRtaRSon