Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 151
150
og finna má hliðstæður í verkum höfunda eins og Johns Dee, Roberts
Fludd, Heinrichs Khunrath og Emanuels Swedenborg, sem unnu jöfnum
höndum að rannsóknum á sviði náttúruvísinda og athugunum á dulrænum
efnum. Forvitnilegustu samsvörunina má finna í skrifum Swedenborgs.
Þannig hefur Hanegraaff bent á að sænski dulspekingurinn snýr ekki baki
við heimspeki Descartes og náttúruvísindalegum rannsóknum þegar hann
helgar krafta sína könnun á vitrunum og ritskýringum á Biblíutextum,
heldur byggir hann „trúarlega og andlega heimssýn sína á þessum mjög
svo röklega grunni“.104 Líkt og í tilviki Swedenborgs má lýsa hvörfunum
í höfundarverki Helga sem útvíkkun á rannsóknarsviðinu, þar sem hinni
raunvísindalegu rannsókn er beint að stærra samhengi og spurningum á
sviði hins dulræna. Til að varpa ljósi á þessa útvíkkun og fá skýrari mynd af
uppbyggingu höfundarverksins er mikilvægt að beina sjónum að nokkrum
helstu vörðunum á mótunarferli Helga.
Um 1888 kynnir hinn sextán ára Helgi Pjeturss sér lykilrit Charles
Lyell, Principles of Geology (Undirstöðuatriði jarðfræðinnar, 1830–1833),
sem kveikir áhuga hans á jarðfræði og öðrum sviðum náttúruvísinda.105
Tveimur árum síðar tekur hann þátt í sínum fyrstu náttúrufræðirann-
sóknum í leiðangri með Þorvaldi Thoroddsen,106 kennara Helga við
Latínuskólann, sem á þessum árum sendir m.a. frá sér viðamikinn greina-
104 Wouter J. Hanegraaff, Western Esotericism, bls. 90. Um margbrotið samband
dulspeki og upplýsingar í skrifum Swedenborgs og tengsl þeirra við skrif Kants,
sjá Gregory R. Johnson, „Kant, Swedenborg and Rousseau. The Synthesis of
Enlighten ment and Esotericism in Dreams of a Spirit-Seer“, Aufklärung und Esoterik,
bls. 208–223. Að sambandi Kants og Swedenborgs er einnig vikið í inngangi að
þýðingu Jóns A. Hjaltalín frá 1869, auk þess sem hugmyndir Swedenborgs eru
þar tengdar síðari tíma vísindakenningum um „rafurmagn og segulmagn“. [Jón
A. Hjaltalín], „Ágrip af æfisögu Emanuels Swedenborgs“, Emanuel Swedenborg,
Vísdómur englanna um hina guðdómlegu elsku og hina guðdómlegu speki, bls. i–xii, hér
bls. iii.
105 Elsa G. Vilmundardóttir, „Ævi og störf Helga Pjeturss“, Dr. Helgi Pjeturss. Sam-
stilling lífs og efnis í alheimi, ritstj. Samúel D. Jónsson og Þorsteinn Þorsteinsson,
Reykjavík: Heimspekistofa dr. Helga Pjeturss, 1995, bls. 11–73, hér bls. 18. Ágripið
af höfundarferli Helga byggir í meginatriðum á samantekt Elsu G. Vilmundar-
dóttur í umræddri grein, auk þess sem stuðst hefur verið við ágrip í Þorsteinn
Guðjónsson, „Um rithöfundarævi dr. Helga Pjeturss“, Valdar ritgerðir, 2. bindi:
1922–1948, Reykjavík: Skákprent, 1991, bls. 348–356. Í endurminningabroti í
Viðnýal nefnir Helgi einnig að hann hafi ungur að árum stautað sig í gegnum bók
eftir jarðfræðinginn Archibald Geikie í þýðingu Halldórs Friðrikssonar. Helgi
Pjeturss, Viðnýall, bls. 12; sjá A. Geikie, Eðlislýsing jarðarinnar, Reykjavík: Hið
íslenzka bókmenntafjelag, 1879.
106 Elsa G. Vilmundardóttir, „Ævi og störf Helga Pjeturss“, bls. 19.
BenediKt HjaRtaRSon