Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Síða 152
151
flokk um þróunarkenninguna þar sem hann gerir grein fyrir hugmyndum
Darwins. Skrif Þorvaldar, sem Helgi nefnir „einn af heldri rithöfundum
íslenskum“ í grein frá 1908,107 voru þó einnig mótuð af einhyggju Ernsts
Haeckel og líklegt verður að teljast að áhugi Helga á þróunarkenningu
Darwins og útfærslu Haeckels á henni glæðist á þessum tíma.108 Árið 1891
fer Helgi til náms í náttúruvísindum við Kaupmannahafnarháskóla og
kynnist þar hugmyndum ný-lamarckismans, undir handleiðslu Herlufs
Winge, sem Helgi kallar síðar „einn merkasta dýrafræðing Dana“.109
Ný-lamarckisminn varð sá grunnur sem hugmyndir Helga um þróun lífs-
ins grundvölluðust á. Í Nýal nefnir Helgi að hann hafi samhliða lestri
sínum á „jarðfræði Lyells“ og „líffræði Darwins“ einnig kynnt sér „heims-
fræði Kants og Humboldts“ (405).110 Um 1898 sökkvir hann sér ofan
í heimspekirit og afraksturinn af þeirri vinnu kemur m.a. fram í grein
frá árinu 1906, en þar birtast við hlið „hinna ljómanda nafna Lamarcks,
Lyells, Darwins og Spencers“ nöfn þeirra „Goethes, Schopenhauers,
Nietzsches og H.G. Wells“, sem „tákna nýtt tímabil í vitkunarsögu mann-
kynsins“.111 Tónninn sver sig í ætt við þá bjartsýnu framfaratrú sem átti
eftir að setja svip sinn á mælskulist Nýals: „Þessir konungar andans hafa
107 Helgi Pjeturss, „Ferðabrjef“, Lögrjetta, 22. apríl 1908, bls. 65. Textinn er endur-
prentaður ásamt fleiri ferðabrotum undir yfirskriftinni „Bréf frá Bretlandi (1908–
1911)“ í Ferðabók dr. Helga Pjeturss, bls. 242–251, hér bls. 242–244.
108 Sjá Steindór J. Erlingsson, „Hugmyndaheimur Þorvalds Thoroddsens 1872–1911“,
Skírnir 175 (haust)/2001, bls. 354–388, hér bls. 357–359. Greinaflokkur Þorvaldar
kom upphaflega út í þremur hlutum í Tímariti hins íslenzka bókmenntafélags á ár-
unum 1887–1889, en hefur verið endurútgefinn sem Lærdómsrit: Þorvaldur Thor-
oddsen, Um uppruna dýrategunda og jurta, ritstj. Steindór J. Erlingsson, Reykjavík:
Hið íslenska bókmenntafélag, 1998. Í endurminningatexta frá 1946 víkur Helgi
að rannsóknaleiðangri sínum með Þorvaldi og nefnir jafnframt að hann hafi lánað
sér margar bækur. Helgi Pjeturss, „Eitt og annað í sambandi við aldarafmæli Lat-
ínuskólans í Reykjavík“, Minningar úr Menntaskóla, ritstj. Ármann Kristinsson og
Friðrik Sigurbjörnsson, Reykjavík: Ármann Kristinsson, 1946, bls. 89–98, hér bls.
96. Í kjölfar jarðfræðirannsókna Helga kom síðar til snarprar ritdeilu á milli hans
og Þorvaldar og má nálgast gögn um þá deilu í Elsa G. Vilmundardóttir o.fl., Helgi
Pjeturss og jarðfræði Íslands.
109 Tilvitnunin er sótt í æviágrip sem Helgi skrifaði á dönsku og birtist árið 1906. Hér
vitnað eftir Elsa G. Vilmundardóttir, „Ævi og störf Helga Pjeturss“, bls. 19.
110 Sjá lykilrit immanuels Kant á sviði heimsmyndafræði, Allgemeine Naturgeschichte
und Theorie des Himmels oder Versuch von der Verfassung und dem mechanischen Ur-
sprunge des ganzen Weltgebäudes nach Newtonischen Grundsätzen abgehandelt, Leipzig:
Wilhelm Engelmann, 1890 [1755].
111 Helgi Pjetursson, „Kveldræður. Heimur og mannkyn“, Skírnir 1/1907, bls. 4–12,
hér bls. 8.
„MAGNAN AF ANNARLEGU ViTi“