Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 155
154
lingsins að beinum orsakavaldi þróunarinnar“.121 Í ný-lamarckismanum
var þannig gert ráð fyrir að „það áreiti sem lífveran verður fyrir á lífsleið-
inni festist á einhvern hátt í erfðaeðli hennar sem síðan skili sér beint til
afkvæma hennar“,122 auk þess sem ný-lamarckistar skilgreindu þróunina
sem markbundið ferli og lögðu áhersla á „innra skyn“ (fr. sentiment intér-
ieur) lífvera.123 Í einni af fyrstu lengri ritgerðum sínum um þróunarkenn-
inguna vísar Helgi til kenningar „Lamarcks um erfðir á breytingum, sem
fram væru komnar á líffærum við ýmislega notkun þeirra“ og ræðir um
þann „flokk af ný-Lamarckingum“ sem „líta […] svo á að Lamarck hafi
sjeð dýpra í þessu máli heldur en Darwin“.124 Þegar tekist er á við hug-
myndir Helga um þróun er nauðsynlegt að hafa hugfast að þær vísa síður
til kenningar Darwins um náttúruval en til skrifa „hins mikla náttúrufræð-
ings og spekings“ (194) Lamarcks og kenninga ný-lamarckismans. Þegar
tekið er mið af róttækri útfærslu ný-lamarckismans á starfsvalskenning-
121 Jakob Guðmundur Rúnarsson, Einhyggja, þróun og framfarir. Heimspeki Ágústs H.
Bjarnasonar, Reykjavík: Háskóli Íslands, Hugvísindasvið [doktorsritgerð], 2015,
bls. 107. Hugtakið „náttúruval“ er umdeilt sem þýðing á „natural selection“ og
bent hefur verið á að hugtakið „hlutgeri um of náttúruna“, allt að því eigni henni
eiginleika er stýri þróuninni. Arnar Pálsson o.fl., „inngangur“, Arfleifð Darwins.
Þróunarfræði, náttúra og menning, ritstj. Arnar Pálsson o.fl., Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag, 2010, bls. 9–15, hér bls. 15. Ástæða þess að hugtakið „náttúruval“
er notað í greininni fremur en orðasambandið „náttúrulegt val“ er fyrst og fremst
sú að orðið er þjálla í meðförum, auk þess sem notkun þess á sér nokkra hefð á
íslensku.
122 Steindór J. Erlingsson, „inngangur“, Þorvaldur Thoroddsen, Um uppruna dýrateg-
unda og jurta, bls. 9–90, hér bls. 40.
123 Sjá Richard W. Burkhardt, The Spirit of System. Lamarck and Evolutionary Biology,
Cambridge Massachusetts og London: Harvard University Press, 1995, bls. 143–
185.
124 Helgi Pjetursson, „Hreyfing og vöxtur. Nokkur orð um dýrafræði“, Tímarit hins
íslenzka bókmentafélags 1/1904, bls. 27–48, hér bls. 46–47. Ritgerðina skrifar Helgi
sem andsvar við riti læknisins og dýrafræðingsins Gerhards Armauer Hansen,
Afstamningslæren eller Darwinismen, sem kom út í þýðingu Helga sama ár: „[R]it
Armauer Hansens er að mörgu leyti gott; það er mjög fróðlegt, og vel þess vert að
þýða það […]. En rit Hansens er eingöngu um Darwinskuna, og jeg vildi ekki breyta
því svo mjög, að ekki yrði auðið að nefna ritið þýðingu. Jeg hafði fyrir alllöngu
búið mig undir að rita dálítið um dýrafræði í þeim anda, sem hjer er gert, og er
heppilegast að þessi ritgerð, sem að nokkru leyti hefði mátt heita „Lamarckskenn-
ing“ komi á prent um líkt leyti og „Darwinskenning““. Sama rit, bls. 47. Áherslan
á kenningar Lamarcks kemur einnig skýrt fram í athugasemdum Helga við texta
Hansens, sem birtist í örlítið styttri og breyttri gerð á íslensku, sjá G. Armauer
Hansen, Darwínskenning um uppruna dýrategunda og jurta, þýð. Helgi Pjetursson,
Reykjavík: Hið íslenzka þjóðvinafjelag, 1904, hér einkum bls. 70.
BenediKt HjaRtaRSon